„Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. júní 2025 11:56 Jón Ívar Einarsson er sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Vísir/Adelina Antal Heilbrigðisráðuneytið hefur gert Sjúkratryggingum Íslands að semja við Klíníkina í Ármúla um að framkvæma hundrað aðgerðir á árinu vegna endómetríósu. Það eru um helmingi færri en árið áður. Skurðlæknir hjá Klíníkinni sem framkvæmir slíkar aðgerðir segir ákvörðunina lengja biðlista til muna. Jóni Ívari Einarssyni, skurðlækni hjá Klíníkinni í Ármúla, bárust þær fregnir í byrjun árs að Sjúkratryggingar hygðust lækka fjölda niðurgreidda aðgerða kvenna með endómetríósu hjá einkareknum stofum. Samstarfið hófst er Willum Þór Þórsson var heilbrigðisráðherra og koma að kostnaðarþátttöku aðgerðanna. Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið gert samning við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu fyrir árið 2025 en samningurinn er upp á helmingi færri aðgerðir en Jón Ívar hefur framkvæmt hingað til. „Sjúkratryggingar létu okkur vita í febrúar eða mars að þetta stæði til. Við mótmæltum því og komu með rök. Það voru viðræður í gangi, við hittum Sjúkratryggingar og þau sýndu þessu mikinn skilning. Mér fannst á þeim að þau styddu að þessi starfsemi myndi halda áfram óbreytt og þau sáu notagildi þjónustunnar. En þau fengu þau skilaboð frá Heilbrigðisráðuneytinu að það myndi ekki vera þannig. Þannig að ákvörðunin er sú, það eru ekki Sjúkratryggingar sem taka þessar ákvarðanir heldur heilbrigðisráðherra,“ segir Jón Ívar í Bítinu á Bylgjunni. Að hans sögn framkvæmir hann um tvo þriðju allra aðgerða vegna endómetríósu á landinu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. Skurðlæknar Landspítalans framkvæmi um hundrað til 130 aðgerðir á ári. Ástæða fækkunarinnar sé sú að ekki séu lengur biðlistar fyrir þess konar aðgerð í opinbera kerfinu. Allir sem sækist eftir þjónustu Landspítalans fái viðtalstíma innan þriggja mánaða og komist í skurðaðgerð innan þriggja mánaða eftir það. „Ég vil meina að við séum opinbera kerfið líka því ríkið er að greiða fyrir þessar aðgerðir hjá okkur og þeir eru að fá meira fyrir peninginn í rauninni. Það er bið í þessu kerfi vegna þess, þó að við séum ekki innan Landspítalans erum við í þessu heilbrigðiskerfi okkar. Við erum að sinna konum sem þurfa á þessari þjónustu að halda.“ Langir biðlistar séu enn hjá honum og lengist listinn enn frekar eftir breytingarnar. „Það er mjög langur biðlisti hjá okkur því miður, af því að, held ég, að konurnar vilja frekar koma til okkar,“ segir Jón Ívar. „Venjulega er greitt fyrir um tvö hundruð aðgerðir á ári en nú er búið að framkvæma um hundrað aðgerðir og þeir sögðu allt í einu að þetta er búið á þessu ári. Sem þýðir að kona sem kemur núna á stofuna þarf að bíða að öllum líkindum í eitt og hálft ár eftir aðgerð. Af því að það eru engar aðgerðir það sem eftir er af árinu, ég er nú þegar með hundrað konur á biðlista fyrir næsta árið. Það er algjörlega ólíðandi að þurfa hafa svona langa bið.“ Bauð konunum þrjá valmöguleika „Ég sendi tölvupóst á allar konurnar og bauð þeim þrjá möguleika. Það var að bíða áfram, það gæti verið eitt og hálft ár eða jafnvel lengur, borga sjálfar eða ég myndi vísa þeim á Landspítalann,“ segir Jón Ívar. Um sjö prósent kvennanna hafi óskað eftir því að Jón Ívar myndi vísa þeim á Landspítalann. Mikill meirihluti hafi hins vegar óskað eftir því að bíða lengur á biðlistanum eða einfaldlega greitt fyrir aðgerðina sjálfar. Jón Ívar segir það gríðarlega mikilvægt að konur sem glími við endómetríósu fái aðstoð sem fyrst. Langir biðlistar geta leitt til varanlegs skaða. „Það er mikilvægt að ná konum helst fyrir 25 ára aldur því eftir það getur verið óafturkræfur skaði.“ Konur með endómetríósu, sem séu um tíu prósent kvenna hérlendis, upplifa gríðarlega mikinn sársauka og þurfa jafnvel að vera frá vinnu og skóla nokkra daga í mánuði vegna hans. „Varðandi verkina þá segja jafnvel konur sem hafa átt börn að verkirnir sem þær fá við endómetríósu séu jafnvel verri en þær upplifa við barnsburð. Við gerðum rannsókn á fyrsta ári starfseminnar og þá voru meðalverkirnir níu af tíu mögulegum,“ segir Jón Ívar. „Ég vil bara þjónusta þessar konur vel. Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu.“ Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bítið Mest lesið Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Innlent Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Innlent Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Innlent Fleiri fréttir Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Hörður Svavarsson er látinn Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Lýsa eftir Hlyni Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Lagt hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu Konan fær að dúsa inni í tvær vikur í viðbót Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins „Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Leitin að Jóni Þresti og hópmálsókn ferðaþjónustunnar Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu „Er allt komið í hund og kött?“ Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Tilraunaverkefni hjá borginni á að koma ruslinu á réttan stað Kalli Snæ biðst afsökunar Sjá meira
Jóni Ívari Einarssyni, skurðlækni hjá Klíníkinni í Ármúla, bárust þær fregnir í byrjun árs að Sjúkratryggingar hygðust lækka fjölda niðurgreidda aðgerða kvenna með endómetríósu hjá einkareknum stofum. Samstarfið hófst er Willum Þór Þórsson var heilbrigðisráðherra og koma að kostnaðarþátttöku aðgerðanna. Nú hefur Heilbrigðisráðuneytið gert samning við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu fyrir árið 2025 en samningurinn er upp á helmingi færri aðgerðir en Jón Ívar hefur framkvæmt hingað til. „Sjúkratryggingar létu okkur vita í febrúar eða mars að þetta stæði til. Við mótmæltum því og komu með rök. Það voru viðræður í gangi, við hittum Sjúkratryggingar og þau sýndu þessu mikinn skilning. Mér fannst á þeim að þau styddu að þessi starfsemi myndi halda áfram óbreytt og þau sáu notagildi þjónustunnar. En þau fengu þau skilaboð frá Heilbrigðisráðuneytinu að það myndi ekki vera þannig. Þannig að ákvörðunin er sú, það eru ekki Sjúkratryggingar sem taka þessar ákvarðanir heldur heilbrigðisráðherra,“ segir Jón Ívar í Bítinu á Bylgjunni. Að hans sögn framkvæmir hann um tvo þriðju allra aðgerða vegna endómetríósu á landinu, eða um tvö hundruð aðgerðir á ári. Skurðlæknar Landspítalans framkvæmi um hundrað til 130 aðgerðir á ári. Ástæða fækkunarinnar sé sú að ekki séu lengur biðlistar fyrir þess konar aðgerð í opinbera kerfinu. Allir sem sækist eftir þjónustu Landspítalans fái viðtalstíma innan þriggja mánaða og komist í skurðaðgerð innan þriggja mánaða eftir það. „Ég vil meina að við séum opinbera kerfið líka því ríkið er að greiða fyrir þessar aðgerðir hjá okkur og þeir eru að fá meira fyrir peninginn í rauninni. Það er bið í þessu kerfi vegna þess, þó að við séum ekki innan Landspítalans erum við í þessu heilbrigðiskerfi okkar. Við erum að sinna konum sem þurfa á þessari þjónustu að halda.“ Langir biðlistar séu enn hjá honum og lengist listinn enn frekar eftir breytingarnar. „Það er mjög langur biðlisti hjá okkur því miður, af því að, held ég, að konurnar vilja frekar koma til okkar,“ segir Jón Ívar. „Venjulega er greitt fyrir um tvö hundruð aðgerðir á ári en nú er búið að framkvæma um hundrað aðgerðir og þeir sögðu allt í einu að þetta er búið á þessu ári. Sem þýðir að kona sem kemur núna á stofuna þarf að bíða að öllum líkindum í eitt og hálft ár eftir aðgerð. Af því að það eru engar aðgerðir það sem eftir er af árinu, ég er nú þegar með hundrað konur á biðlista fyrir næsta árið. Það er algjörlega ólíðandi að þurfa hafa svona langa bið.“ Bauð konunum þrjá valmöguleika „Ég sendi tölvupóst á allar konurnar og bauð þeim þrjá möguleika. Það var að bíða áfram, það gæti verið eitt og hálft ár eða jafnvel lengur, borga sjálfar eða ég myndi vísa þeim á Landspítalann,“ segir Jón Ívar. Um sjö prósent kvennanna hafi óskað eftir því að Jón Ívar myndi vísa þeim á Landspítalann. Mikill meirihluti hafi hins vegar óskað eftir því að bíða lengur á biðlistanum eða einfaldlega greitt fyrir aðgerðina sjálfar. Jón Ívar segir það gríðarlega mikilvægt að konur sem glími við endómetríósu fái aðstoð sem fyrst. Langir biðlistar geta leitt til varanlegs skaða. „Það er mikilvægt að ná konum helst fyrir 25 ára aldur því eftir það getur verið óafturkræfur skaði.“ Konur með endómetríósu, sem séu um tíu prósent kvenna hérlendis, upplifa gríðarlega mikinn sársauka og þurfa jafnvel að vera frá vinnu og skóla nokkra daga í mánuði vegna hans. „Varðandi verkina þá segja jafnvel konur sem hafa átt börn að verkirnir sem þær fá við endómetríósu séu jafnvel verri en þær upplifa við barnsburð. Við gerðum rannsókn á fyrsta ári starfseminnar og þá voru meðalverkirnir níu af tíu mögulegum,“ segir Jón Ívar. „Ég vil bara þjónusta þessar konur vel. Þetta er afturför í þjónustu við konur með endómetríósu.“
Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Bítið Mest lesið Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Innlent Takmarkið „enn sem komið er“ ekki að steypa klerkastjórninni af stóli Erlent Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Innlent Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Innlent Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Innlent Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Innlent Lýsa eftir Hlyni Innlent Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Innlent Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Innlent Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Innlent Fleiri fréttir Steypumót féll á starfsmann byggingarfyrirtækis Bæta ekki fallvarnir við veginn: „Þetta er eilífur slagur“ Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Vinnuslys í Laugardal þar sem maður fékk járnstöng í andlitið Ísland tekur þátt í aðgerðum gegn skuggaflota Rússlands Óttast að boð og bönn ráðherra muni setja verslanir í þrot Leit að Sigríði heldur áfram um helgina Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Hörður Svavarsson er látinn Allir úr stærsta árgangi sögunnar fengu inni Lýsa eftir Hlyni Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Leikskólabarn með áverka en starfsmaður sýknaður Lagt hald á fíkniefni og búnað til framleiðslu Konan fær að dúsa inni í tvær vikur í viðbót Fimm í haldi vegna fíkniefnamálsins „Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Leitin að Jóni Þresti og hópmálsókn ferðaþjónustunnar Tomasz tekur við formennsku í innflytjendaráði Bein útsending: Réttlæti og ábyrgð – Vernd barna í Úkraínu „Er allt komið í hund og kött?“ Reykvíkingur ársins erlendis en fær að veiða í júlí Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Tilgáta um að launmorðingi hafi farið mannavillt þegar Jón Þröstur hvarf Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Tilraunaverkefni hjá borginni á að koma ruslinu á réttan stað Kalli Snæ biðst afsökunar Sjá meira