Alþjóða skíðasambandið tekur upp gult og rautt spjald Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2025 06:32 Það komst upp um svindl Norðmanna í skíðastökki og það hefur kallað á breytingu á eftirlitskerfi Alþjóða skíðasambandsins. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld. Getty/Augustin Authamayou Við þekkjum gulu og rauðu spjöldin úr boltaíþróttunum en nú verða þau einnig tekin upp í skíðaheiminum. Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit. Skíðaíþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Alþjóða skíðasambandið FIS, ætlar að herða eftirlit sitt með keppnisbúningum í kjölfarið á hneykslismálinu mikla í skíðastökkinu. Nú verða tekin upp gul og rauð spjöld í eftirlitskerfi með búningum keppenda. Norðmenn voru uppvísir að því að nota alltof víða búninga í skíðastökkskeppni sem varð til þess að skíðastökkvarar þeirra áttu möguleika á það svífa enn lengra. Þetta komst upp og þótti mikil hneysa fyrir Norðmenn. Þetta var jafnframt áfellisdómur yfir eftirlitskerfi FIS. Forráðamenn Noregs neituðu fyrst að hafa svindlað en viðurkenndu síðan að þeir hefðu leikið á kerfið. Norsku fjölmiðlarnir Verdens Gang, Dagbladet og Nettavisen segja frá því að gulu og rauðu spjöldin séu niðurstaðan eftir fjarfund hjá búningsnefnd sambandsins í gær. „Við verðum að herða reglurnar og fylgja þeim betur eftir. Keppnisþjóðir og almenningur þurfa að öðlast meiri trú á FIS,“ sagði Tom Hilde við Dagbladet en hann var fulltrúi Norðmanna á fundinum. „Ef þú ert dæmdur úr leik í keppni þá færðu gult spjald. Þetta er þannig séð viðvörun. Ef þú ert síðan dæmdur aftur úr leik vegna brota á búningareglum þá færðu rauða spjaldið og missir af næsta móti líka. Þetta mun vonandi verða til þess að allir passi upp á það að fylgja þeim reglum sem eru í gildi,“ sagði Hilde. Rauða spjaldið hefur líka áhrif á stigakerfi þjóða en þær gætu þar tapað mikilvægum stigum í baráttu um sæti á styrkleikalistum. Alþjóða skíðaeftirlitið mun líka passa upp á það að hér eftir verði alltaf tveir eftirlitsmenn með búningum keppenda en hingað til hefur vanalega einn aðili séð um slíkt eftirlit.
Skíðaíþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira