Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2025 10:40 Haraldur fagnar nú því sem hann kallar fullnaðarsigur í baráttunni við Röst sem vill rannsaka kolefnisbindingu sjávar með því að binda vítissóta í Hvalfirði. „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ Þetta er svar ráðuneytisins við sérstakri fyrirspurn Þorbjargar Gísladóttur sveitarstjóra Kjósarhrepps. Hún segist hafa sent fyrirspurnina eftir að hafa séð að Röst var byrjuð að koma sér fyrir með vinnubúðir við höfnina hjá Olíudreifingu, þar sem þeir hyggjast hafa aðsetur. „Fullnaðar sigur! Samkvæmt pósti Utanríkisráðuneytisins í dag hefur rannsóknarleyfi Rastar í Hvalfirði verið hafnað. Íslensk náttúra sigraði að þessu sinni,“ segir Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu. Vísir hefur þegar greint frá áhyggjum Haraldar og margra annarra af leyfisveitingum til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar. Þrjátíu tonn af vítissóta í Hvalfjörð Haraldur segir að Röst vilji sturta 30 tonnum af vítissóta í Hvalfjörð en Harald minnir að það séu um 200 tonn af upplausn. Haraldur taldi einsýnt að þarna væri risastórt umhverfisslys í uppsiglingu. Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir hefur skrifað nokkrar fréttir sem hafa fjallað um starfsemina en Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Þetta hins vegar lagðist ekki vel í Harald og marga aðra sem við Hvalfjörð búa. Þeir töldu meðal annars stjórnsýsluna ekki í lagi í tengslum við málið. Rastar-menn eru vitaskuld á öndverðu máli: En Haraldur er ódeigur í vörninni: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka,“ skrifaði Haraldur í grein. Fagnar því að ráðuneytið hlusti á áhyggjur íbúa Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri segist alltaf standa með náttúrunni.Kjósarhreppur Þorbjörg tekur í sama streng, hún segir hreppinn ávallt standa með Hvalfirði, dýralífi og náttúru. „Við eigum í vök að verjast vegna uppbyggingar á mengandi iðnaði á Grundartanga svæðinu í í Hvalfjarðarsveit. Kjósarhreppur er lítið sveitarfélag sem byggir afkomu sína á hreinni náttúru og ómenguðu umhverfi og leggur alla áherslu á að standa með því nú sem fyrr. Það blæs okkur því byr í brjóst að finna að ráðamenn hlusta á rök þegar kemur að svo vafasömum aðgerðum. Það er mikilvægt að verkefni sem sett eru af stað undir því yfirskyni að kolefnisjafna séu rýnd og kjarninn skilinn frá hisminu.“ Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Hvorki kolefnisförgun eða kolefnisbinding á sér stað og engar kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar verða gefnar út, hvorki núna né í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Rastar. Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Tengdar fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þetta er svar ráðuneytisins við sérstakri fyrirspurn Þorbjargar Gísladóttur sveitarstjóra Kjósarhrepps. Hún segist hafa sent fyrirspurnina eftir að hafa séð að Röst var byrjuð að koma sér fyrir með vinnubúðir við höfnina hjá Olíudreifingu, þar sem þeir hyggjast hafa aðsetur. „Fullnaðar sigur! Samkvæmt pósti Utanríkisráðuneytisins í dag hefur rannsóknarleyfi Rastar í Hvalfirði verið hafnað. Íslensk náttúra sigraði að þessu sinni,“ segir Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu. Vísir hefur þegar greint frá áhyggjum Haraldar og margra annarra af leyfisveitingum til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar. Þrjátíu tonn af vítissóta í Hvalfjörð Haraldur segir að Röst vilji sturta 30 tonnum af vítissóta í Hvalfjörð en Harald minnir að það séu um 200 tonn af upplausn. Haraldur taldi einsýnt að þarna væri risastórt umhverfisslys í uppsiglingu. Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir hefur skrifað nokkrar fréttir sem hafa fjallað um starfsemina en Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Þetta hins vegar lagðist ekki vel í Harald og marga aðra sem við Hvalfjörð búa. Þeir töldu meðal annars stjórnsýsluna ekki í lagi í tengslum við málið. Rastar-menn eru vitaskuld á öndverðu máli: En Haraldur er ódeigur í vörninni: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka,“ skrifaði Haraldur í grein. Fagnar því að ráðuneytið hlusti á áhyggjur íbúa Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri segist alltaf standa með náttúrunni.Kjósarhreppur Þorbjörg tekur í sama streng, hún segir hreppinn ávallt standa með Hvalfirði, dýralífi og náttúru. „Við eigum í vök að verjast vegna uppbyggingar á mengandi iðnaði á Grundartanga svæðinu í í Hvalfjarðarsveit. Kjósarhreppur er lítið sveitarfélag sem byggir afkomu sína á hreinni náttúru og ómenguðu umhverfi og leggur alla áherslu á að standa með því nú sem fyrr. Það blæs okkur því byr í brjóst að finna að ráðamenn hlusta á rök þegar kemur að svo vafasömum aðgerðum. Það er mikilvægt að verkefni sem sett eru af stað undir því yfirskyni að kolefnisjafna séu rýnd og kjarninn skilinn frá hisminu.“ Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Hvorki kolefnisförgun eða kolefnisbinding á sér stað og engar kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar verða gefnar út, hvorki núna né í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Rastar.
Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Tengdar fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent