Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2025 10:40 Haraldur fagnar nú því sem hann kallar fullnaðarsigur í baráttunni við Röst sem vill rannsaka kolefnisbindingu sjávar með því að binda vítissóta í Hvalfirði. „Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“ Þetta er svar ráðuneytisins við sérstakri fyrirspurn Þorbjargar Gísladóttur sveitarstjóra Kjósarhrepps. Hún segist hafa sent fyrirspurnina eftir að hafa séð að Röst var byrjuð að koma sér fyrir með vinnubúðir við höfnina hjá Olíudreifingu, þar sem þeir hyggjast hafa aðsetur. „Fullnaðar sigur! Samkvæmt pósti Utanríkisráðuneytisins í dag hefur rannsóknarleyfi Rastar í Hvalfirði verið hafnað. Íslensk náttúra sigraði að þessu sinni,“ segir Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu. Vísir hefur þegar greint frá áhyggjum Haraldar og margra annarra af leyfisveitingum til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar. Þrjátíu tonn af vítissóta í Hvalfjörð Haraldur segir að Röst vilji sturta 30 tonnum af vítissóta í Hvalfjörð en Harald minnir að það séu um 200 tonn af upplausn. Haraldur taldi einsýnt að þarna væri risastórt umhverfisslys í uppsiglingu. Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir hefur skrifað nokkrar fréttir sem hafa fjallað um starfsemina en Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Þetta hins vegar lagðist ekki vel í Harald og marga aðra sem við Hvalfjörð búa. Þeir töldu meðal annars stjórnsýsluna ekki í lagi í tengslum við málið. Rastar-menn eru vitaskuld á öndverðu máli: En Haraldur er ódeigur í vörninni: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka,“ skrifaði Haraldur í grein. Fagnar því að ráðuneytið hlusti á áhyggjur íbúa Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri segist alltaf standa með náttúrunni.Kjósarhreppur Þorbjörg tekur í sama streng, hún segir hreppinn ávallt standa með Hvalfirði, dýralífi og náttúru. „Við eigum í vök að verjast vegna uppbyggingar á mengandi iðnaði á Grundartanga svæðinu í í Hvalfjarðarsveit. Kjósarhreppur er lítið sveitarfélag sem byggir afkomu sína á hreinni náttúru og ómenguðu umhverfi og leggur alla áherslu á að standa með því nú sem fyrr. Það blæs okkur því byr í brjóst að finna að ráðamenn hlusta á rök þegar kemur að svo vafasömum aðgerðum. Það er mikilvægt að verkefni sem sett eru af stað undir því yfirskyni að kolefnisjafna séu rýnd og kjarninn skilinn frá hisminu.“ Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Hvorki kolefnisförgun eða kolefnisbinding á sér stað og engar kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar verða gefnar út, hvorki núna né í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Rastar. Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Tengdar fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Þetta er svar ráðuneytisins við sérstakri fyrirspurn Þorbjargar Gísladóttur sveitarstjóra Kjósarhrepps. Hún segist hafa sent fyrirspurnina eftir að hafa séð að Röst var byrjuð að koma sér fyrir með vinnubúðir við höfnina hjá Olíudreifingu, þar sem þeir hyggjast hafa aðsetur. „Fullnaðar sigur! Samkvæmt pósti Utanríkisráðuneytisins í dag hefur rannsóknarleyfi Rastar í Hvalfirði verið hafnað. Íslensk náttúra sigraði að þessu sinni,“ segir Haraldur Eiríksson leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu. Vísir hefur þegar greint frá áhyggjum Haraldar og margra annarra af leyfisveitingum til handa rannsóknarfyrirtækinu Rastar. Þrjátíu tonn af vítissóta í Hvalfjörð Haraldur segir að Röst vilji sturta 30 tonnum af vítissóta í Hvalfjörð en Harald minnir að það séu um 200 tonn af upplausn. Haraldur taldi einsýnt að þarna væri risastórt umhverfisslys í uppsiglingu. Rannsóknarfyrirtæki Röst er óhagnaðardrifið félag sem leitar lausna í umhverfismálum. Vísir hefur skrifað nokkrar fréttir sem hafa fjallað um starfsemina en Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Þetta hins vegar lagðist ekki vel í Harald og marga aðra sem við Hvalfjörð búa. Þeir töldu meðal annars stjórnsýsluna ekki í lagi í tengslum við málið. Rastar-menn eru vitaskuld á öndverðu máli: En Haraldur er ódeigur í vörninni: „Í aðdraganda umsóknar Rastar leitaði fyrirtækið liðsinnis Hafrannsóknastofnunar sem hefur verið við grunnrannsóknir í firðinum undanfarið ár til að undirbúa eitrunina. Til að sýna vilja í verki færði Röst stofnuninni 100 milljónir í tveimur áföngum – og virkjaði með því starfsfólkið til góðra verka,“ skrifaði Haraldur í grein. Fagnar því að ráðuneytið hlusti á áhyggjur íbúa Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri segist alltaf standa með náttúrunni.Kjósarhreppur Þorbjörg tekur í sama streng, hún segir hreppinn ávallt standa með Hvalfirði, dýralífi og náttúru. „Við eigum í vök að verjast vegna uppbyggingar á mengandi iðnaði á Grundartanga svæðinu í í Hvalfjarðarsveit. Kjósarhreppur er lítið sveitarfélag sem byggir afkomu sína á hreinni náttúru og ómenguðu umhverfi og leggur alla áherslu á að standa með því nú sem fyrr. Það blæs okkur því byr í brjóst að finna að ráðamenn hlusta á rök þegar kemur að svo vafasömum aðgerðum. Það er mikilvægt að verkefni sem sett eru af stað undir því yfirskyni að kolefnisjafna séu rýnd og kjarninn skilinn frá hisminu.“ Röst vill árétta að um vísindarannsókn sé að ræða til að afla gagna sem geta unnið gegn loftslagsbreytingum og súrnun sjávar. Hvorki kolefnisförgun eða kolefnisbinding á sér stað og engar kolefniseiningar til kolefnisjöfnunar verða gefnar út, hvorki núna né í framtíðinni. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Rastar.
Hvalfjarðarsveit Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Tengdar fréttir Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. 10. mars 2025 14:01