Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2025 07:31 Vésteinn Hafsteinsson hefur gegnt starfi afreksstjóra ÍSÍ við góðan orðstír undanfarin tvö ár Vísir/Ívar Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn Hafsteinsson hverfur nú úr starfi afreksstjóra ÍSÍ eftir að hafa starfað sem slíkur við afar góðan orðstír undanfarin tvö ár. Hann er stoltur af því sem náðst hefur að áorka á þeim tíma. Stórt skref var tekið í umhverfi afrekstarfs í íþróttum hér á landi í gær þegar Afreksmiðstöð Íslands, stjórnstöð afreksíþrótta hér á landi var ýtt úr vör. En opnun afreksmiðstöðvarinnar fylgdu aðrar stórar fréttir því Vésteinn, sem gegnt hefur starfi afreksstjóra ÍSÍ við góðan orðstír undanfarin tvö ár lætur af störfum og tekur við stöðu ráðgjafa innan afreksmiðstöðvarinnar. Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn breytir nú um vettvang innan ÍSÍ. Kristín Birna Ólafsdóttir tekur við sem afreksstjóri en hún hefur starfað sem sérfræðingur á afrekssviði ÍSÍ síðan 2018, undanfarin tvö ár með Vésteini. „Það eru persónulegar ástæður fyrir því að ég verð búsettur erlendis og kem til landsins öðru hvoru, fylgi þessu verkefni eftir og hjálpa þessu flotta fólki að innleiða þetta. Ég er stoltur af því sem ég hef innleitt á þessum tveimur árum í starfi. Samningur minn við ráðuneytið rann út í síðustu viku og úr varð smá tímapunktur sem passar bara vel við að ég fari í starf á bak við tjöldin og starfi meira beint með íþróttafólkinu sjálfu sem og þjálfurunum. Það er eiginlega þar sem að ég er bestur. Þegar að maður er kominn á þennan aldur og búinn að keyra þetta áfram finnst mér eðlilegt að flott fólk, yngra en ég, eins og Kristín Birna taki við. Hún er vel í stakk búin í að taka við þessu, hefur verið með mér í tvö ár núna og ég hef rosalega mikla trú á unga fólkinu. Unga fólkið leiðir þetta inn í framtíðina með reynslubolta á bak við sig. Þess vegna erum við að ráða inn flotta prófessora og doktora í vinnu. Síðan er ég reynslubolti í íþróttahreyfingunni og verð þá meira á bak við tjöldin. Hjálpa til við að sjá til þess að þetta fari allt vel fram og verði gert eins og á að gera. Ég treysti þessu unga fólki alveg fullkomlega fyrir því að leiða þetta áfram. Við erum að fara ráða fleiri inn og vonandi ungt lið líka. Þetta er góð blanda af reynsluboltum og ungu fólki.“ ÍSÍ Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira
Stórt skref var tekið í umhverfi afrekstarfs í íþróttum hér á landi í gær þegar Afreksmiðstöð Íslands, stjórnstöð afreksíþrótta hér á landi var ýtt úr vör. En opnun afreksmiðstöðvarinnar fylgdu aðrar stórar fréttir því Vésteinn, sem gegnt hefur starfi afreksstjóra ÍSÍ við góðan orðstír undanfarin tvö ár lætur af störfum og tekur við stöðu ráðgjafa innan afreksmiðstöðvarinnar. Það er af persónulegum ástæðum sem Vésteinn breytir nú um vettvang innan ÍSÍ. Kristín Birna Ólafsdóttir tekur við sem afreksstjóri en hún hefur starfað sem sérfræðingur á afrekssviði ÍSÍ síðan 2018, undanfarin tvö ár með Vésteini. „Það eru persónulegar ástæður fyrir því að ég verð búsettur erlendis og kem til landsins öðru hvoru, fylgi þessu verkefni eftir og hjálpa þessu flotta fólki að innleiða þetta. Ég er stoltur af því sem ég hef innleitt á þessum tveimur árum í starfi. Samningur minn við ráðuneytið rann út í síðustu viku og úr varð smá tímapunktur sem passar bara vel við að ég fari í starf á bak við tjöldin og starfi meira beint með íþróttafólkinu sjálfu sem og þjálfurunum. Það er eiginlega þar sem að ég er bestur. Þegar að maður er kominn á þennan aldur og búinn að keyra þetta áfram finnst mér eðlilegt að flott fólk, yngra en ég, eins og Kristín Birna taki við. Hún er vel í stakk búin í að taka við þessu, hefur verið með mér í tvö ár núna og ég hef rosalega mikla trú á unga fólkinu. Unga fólkið leiðir þetta inn í framtíðina með reynslubolta á bak við sig. Þess vegna erum við að ráða inn flotta prófessora og doktora í vinnu. Síðan er ég reynslubolti í íþróttahreyfingunni og verð þá meira á bak við tjöldin. Hjálpa til við að sjá til þess að þetta fari allt vel fram og verði gert eins og á að gera. Ég treysti þessu unga fólki alveg fullkomlega fyrir því að leiða þetta áfram. Við erum að fara ráða fleiri inn og vonandi ungt lið líka. Þetta er góð blanda af reynsluboltum og ungu fólki.“
ÍSÍ Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Sjá meira