Sport

Kristín Birna í stað Vé­steins sem verður ráð­gjafi

Sindri Sverrisson skrifar
Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson og Vésteinn Hafsteinsson fluttu bæði tölu við opnun Afrekmiðstöðvarinnar í dag.
Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson og Vésteinn Hafsteinsson fluttu bæði tölu við opnun Afrekmiðstöðvarinnar í dag. Samsett/Aron

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands opnaði í dag Afreksmiðstöð Íslands. Miðstöðinni er ætlað að hjálpa íslensku afreksfólki að ná betri árangri í íþróttum og efla faglega umgjörð afrekkstarfsins hér á landi.

Afreksmiðstöðin var kynnt á athöfn í anddyri Laugardalshallar í dag. Stóru tíðindin af fundinum voru helst þau að Vésteinn Hafsteinsson, sem eftir að hafa verið frjálsíþróttaþjálfari í fremstu röð flutti heim frá Svíþjóð fyrir tveimur árum og tók við nýrri stöðu sem afreksstjóri ÍSÍ, er kominn í nýtt hlutverk sem ráðgjafi Afreksmiðstöðvarinnar.

Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson, sem starfað hefur hjá ÍSÍ síðan 2018 og verið sérfræðingur á afrekssviði, tekur við sem afreksstjóri.

Eftir því sem fram kom á fundinum mun Vésteinn sem ráðgjafi núna geta verið meira í beinum samskiptum við íþróttafólkið. Hann kvaðst í samtali við Vísi vera að flytja aftur til Svíþjóðar og hafa fundist rétt að yngri kynslóð tæki við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×