Sport

Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er mis­skilningur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fred Kerley er hér á demantamóti í Sviss.
Fred Kerley er hér á demantamóti í Sviss. vísir/getty

Fyrrum heimsmeistari í 100 metra hlaupi, Fred Kerley, var handtekinn í síðustu viku en hann segir málið vera einn risastóran misskilning.

Fjölmiðlar greindu frá því að hann hefði kýlt fyrrum kærustu sína, frjálsíþróttakonuna Alaysha Johnson, í andlitið.

„Það voru vissulega átök en handtakan hafði ekkert að gera með að ég hefði brotið af mér,“ segir Kerley.

„Ég neitaði að ræða við yfirvöld án lögfræðings og þess vegna var bókuð á mig handtaka. Þetta er misskilningur.

„Ég tek fulla ábyrgð á því að hafa komið mér í þessa stöðu sem leiddi til misskilningsins. Ég mun passa að gera sömu mistök ekki aftur.“

Virtar fréttastofur birtu fréttir þess efnis að samkvæmt handtökuskýrslu væri hún vegna ofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×