Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 12:02 Erika Nótt Einarsdóttir mætir til leiks á Icebox 13. júní og mætir að öllum líkindum erlendum andstæðingi. icebox Icebox verður haldið í áttunda sinn þann 13. júní næstkomandi. Venju samkvæmt fer hnefaleikakvöldið fram í Kaplakrika og skipuleggjandi þess að það verði stærra og flottara en nokkru sinni fyrr. Erlendir keppendur mæta til leiks að þessu sinni. Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport.
Box Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti