Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 12:02 Erika Nótt Einarsdóttir mætir til leiks á Icebox 13. júní og mætir að öllum líkindum erlendum andstæðingi. icebox Icebox verður haldið í áttunda sinn þann 13. júní næstkomandi. Venju samkvæmt fer hnefaleikakvöldið fram í Kaplakrika og skipuleggjandi þess að það verði stærra og flottara en nokkru sinni fyrr. Erlendir keppendur mæta til leiks að þessu sinni. Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport. Box Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Davíð Rúnar Bjarnason er í óðaönn að skipuleggja Icebox þessa dagana, finna keppendur og setja saman þennan stóra viðburð. Eins og síðast verða átta bardagar á dagskrá. „Ég er alltaf að gefa í og er að flytja inn Svía núna og mögulega kemur ein stelpa frá öðru landi. Ég er að vinna þetta með landsliðsþjálfara Svíþjóðar og þetta verða hörkubardagar. Það eru aðilar í Svíþjóð sem hafa verið að keppa á Ólympíuleikum þannig að við reynum finna keppendur sem eru nálægt okkar til að búa til jafna bardaga. Þrír sænskir keppendur eru staðfestir og vonandi fjórir,“ sagði Davíð í samtali við Vísi. Fínt að prófa þá Sem fyrr sagði er hann enn að leggja lokahönd á dagskrána og ekki eru allir bardagar kvöldsins staðfestir. „Nóel Freyr Ragnarsson og Viktor Zoega eru staðfestir. Sá síðarnefndi hefur einu sinni orðið Icebox-meistari og þeir Nóel hafa mæst nokkrum sinnum. Viðureignir þeirra hafa verið rosalega spennandi. Þeir mæta sitt hvorum Svíanum. Við ákváðum það í staðinn fyrir að láta þá mætast enn einu sinni. Það er fínt að fá erlenda mótherja og prófa þá,“ sagði Davíð. Átta bardagar verða á dagskrá á Icebox.icebox „Elmar Gauti Halldórsson mætir Svía og það er vonandi neglt. Svo á ég eftir að fá endanlega staðfestingu frá Hafþóri Magnússyni sem hefur orðið Icebox meistari.“ Er að verða stjarna Davíð leitar einnig að erlendum mótherja fyrir Eriku Nótt Einarsdóttur. „Hún hefur vakið rosalega mikla athygli á netinu og er áberandi á samfélagsmiðlum. Svo er hún búin að æfa úti um allan heim og keppa mikið þannig að hún er komin á þann stað að fólk vill sjá meira af henni. Ég hef alltaf sagt að hún verði stjarna og hún er að verða það,“ sagði Davíð. View this post on Instagram A post shared by Erika Nott (@erika_night) Mikið verður lagt upp úr að hafa sýninguna á Icebox sem stærsta og sem fyrr verða flott skemmtiatriði. „Ég segi aldrei hver það er fyrr en rétt áður en ég hef bara verið með stórstjörnur í því og þannig verður það áfram,“ sagði Davíð. Hægt að kaupa stakan viðburð Icebox verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Áskrifendur geta því notið bardagakvöldsins en einnig verður boðið upp á að kaupa aðgang að Icebox sem stökum viðburði (e. Pay-per-view). „Þetta er í fyrsta sinn sem box á Íslandi verður í Pay-per-view. Við erum með erlenda keppendur og það býður upp á að útlendingar geti horft á þetta,“ sagði Davíð. Davíð Rúnar Bjarnason hefur í nægu að snúast þessa dagana.icebox „Ég er að horfa á möguleikann á að fleiri sjái box. Það er fólk sem er ekki með áskrift en vill geta séð þetta. Það er geggjað að geta keypt stakan viðburð. Það hefur síðan verið ótrúlega mikill áhugi erlendis frá. Það eru margir sem hafa spurt um Icebox og leitað til mín með að koma með það erlendis og koma hingað til lands að taka þátt. Ég vil bara að fleiri geti horft á box og færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið.“ Áttunda Icebox bardagakvöldið fer fram 13. júní og verður sýnt beint á Stöð 2 Sport.
Box Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira