„Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. apríl 2025 20:14 Bjarki Björn í leik með Eyjaliðinu. Vísir/Lýður Bjarki Björn Gunnarsson var maður leiksins þegar ÍBV lagði Stjörnuna að velli í Bestu deildinni. Bjarki Björn skoraði frábært mark og sagði fólk vera farið að átta sig á að Eyjaliðið væri hörkulið. Bjarki Björn átti frábæran leik fyrir ÍBV í dag og hann sagði sigurinn hafa verið mjög mikilvægan. „Mjög mikilvægur, bæði að sýna að við getum gert þetta á gervigrasinu og að við erum með hörkulið. Síðan hefur útivöllurinn verið erfiður á síðustu árum. Risastórt að fá þrjú stig hér á útivelli í Garðabænum,“ sagði Bjarki í viðtali eftir leik. ÍBV hafði unnið tvo leiki í röð fyrir þennan leik á Þórsvellinum í Vestmannaeyjum og höfðu einhverjir haft á orði að aðstæður þar hefði hjálpað liðinu, nokkuð þungur grasvöllur og erfiðar aðstæður. Bjarki sagði mikilvægt fyrir Eyjamenn að sýna að liðið sé meira en bara það. „Ég held það. Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið en mikilvægt að við getum gert þetta líka á gervigrasinu. Ég held að fólk sé alveg farið að átta sig á því að við erum með hörkulið.“ Undirbúningstímabil ÍBV gekk upp og ofan og var Eyjaliðinu spáð falli af flestum ef ekki öllum sérfræðingum fyrir mótið. „Þetta var erfiður vetur og við vorum að fá mikið af nýjum mönnum. Undirbúningstímabilið, hreint út sagt, gekk ekki nógu vel og menn voru svolítið svartsýnir fyrir tímabilið. Það er stígandi í þessu og auðvitað hörkustemmning núna.“ Eins og áður segir átti Bjarki Björn frábæran leik í kvöld. Hann skoraði frábært mark og fíflaði Stjörnumenn hvað eftir annað. „Það gekk vel, maður komst í eitthvað „flow“, maður byrjaði strax vel. Ég komst strax inn í leikinn og tók þetta þaðan.“ Hefur þú skorað flottara mark? „Já, ég á nokkur“ Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira
Bjarki Björn átti frábæran leik fyrir ÍBV í dag og hann sagði sigurinn hafa verið mjög mikilvægan. „Mjög mikilvægur, bæði að sýna að við getum gert þetta á gervigrasinu og að við erum með hörkulið. Síðan hefur útivöllurinn verið erfiður á síðustu árum. Risastórt að fá þrjú stig hér á útivelli í Garðabænum,“ sagði Bjarki í viðtali eftir leik. ÍBV hafði unnið tvo leiki í röð fyrir þennan leik á Þórsvellinum í Vestmannaeyjum og höfðu einhverjir haft á orði að aðstæður þar hefði hjálpað liðinu, nokkuð þungur grasvöllur og erfiðar aðstæður. Bjarki sagði mikilvægt fyrir Eyjamenn að sýna að liðið sé meira en bara það. „Ég held það. Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið en mikilvægt að við getum gert þetta líka á gervigrasinu. Ég held að fólk sé alveg farið að átta sig á því að við erum með hörkulið.“ Undirbúningstímabil ÍBV gekk upp og ofan og var Eyjaliðinu spáð falli af flestum ef ekki öllum sérfræðingum fyrir mótið. „Þetta var erfiður vetur og við vorum að fá mikið af nýjum mönnum. Undirbúningstímabilið, hreint út sagt, gekk ekki nógu vel og menn voru svolítið svartsýnir fyrir tímabilið. Það er stígandi í þessu og auðvitað hörkustemmning núna.“ Eins og áður segir átti Bjarki Björn frábæran leik í kvöld. Hann skoraði frábært mark og fíflaði Stjörnumenn hvað eftir annað. „Það gekk vel, maður komst í eitthvað „flow“, maður byrjaði strax vel. Ég komst strax inn í leikinn og tók þetta þaðan.“ Hefur þú skorað flottara mark? „Já, ég á nokkur“
Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Í beinni: Valur - Braga | Valskonur mæta Íslendingaliði Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Sjá meira