Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 13:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir takmarkanir á Rauða þræðinum gerðar til þess að lægja öldurnar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar, greindi frá breytingunum í færslu á Facebook-síðunni Rauða þræðinum í hádeginu í dag. Þar sagði hann að framkvæmdastjórn flokksins hefði samþykkt á fundi fyrir nokkrum vikum að „hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti.“ Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdarstjórnar flokksins. Stjórnendur síðunnar hafi sett þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag á síðuna og jafnframt ein ummæli á hverri klukkustund. Ætla má að slík ummælatakmörkun hamli verulega skoðanaskiptum og samræðum í hópnum. „Þetta er regla sem gildir um alla. Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum,“ sagði Gunnar í færslunni. „Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt,“ sagði hann að lokum. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út“ Ákvörðunin hefur strax vakið viðbrögð meðlima síðunnar. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi,“ skrifaði Kristján Héðinn Gíslason í ummælum við færsluna. „Þetta er bara húsreglur, viðbrögð við kvörtunum yfir yfirgangi örfárra inn í þessum hópi, fólki sem hefur lítið taumhald á sjálfu sér. Það má vel vera að því standi ógn af minnstu kurteisisreglum, en þá verður svo bara að vera. Ég held að meginþorri þeirra sem hér kíkja inn sé fenginn að hér heyrist fleiri raddir,“ svaraði Gunnar Smári þá. Sjá einnig: Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Kristján er faðir Karls Héðins, forseta ungra Sósíalista, sem sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins um miðjan síðasta mánuð í mótmælaskyni, sakaði Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ og sagði forystu flokksins hunsa lýðræðislega gagnrýni. Gunnar Smári boðaði til flokksfundar sama kvöld til að ræða ásakanirnar innan flokksins. Formenn þriggja stjórna flokksins, þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Stef. Hildardóttir og María Pétursdóttir, birtu yfirlýsingu samdægurs þar sem þær höfnuðu ásökunum Karls. Almenn ánægja væri innan flokksins með flokkstarfið, stefnuna og áhrif flokksins á samfélagsumræðuna. Degi síðar steig Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, fram og sagði hluta þeirrar ástæðu að hann hætti í borgarstjórn vera pressu frá Gunnari Smára. Innan flokksins ríkti óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla undir yfirskini baráttu. Gunnar Smári svaraði ásökunum mannanna tveggja fullum hálsi með færslu í Rauða þræðinum þann 21. mars. Þar sagði hann hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. Í færslunni sagði hann óöld ríkja í Sósíalistaflokknum og marga hafa misst fótanna í gerningaveðrinu sem Karl Héðinn magnaði upp. Enn fremur hafi Karl notað ásakanirnar „til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans.“ Sagðist Gunnar ekki myndu láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans, hann myndi beita sér gegn tilraunum til að eyðileggja flokkinn. Takmörkun á virkni meðlima Rauða þráðarins virðist vera liður í því eða allavega ein leið til að róa öldurnar. Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar, greindi frá breytingunum í færslu á Facebook-síðunni Rauða þræðinum í hádeginu í dag. Þar sagði hann að framkvæmdastjórn flokksins hefði samþykkt á fundi fyrir nokkrum vikum að „hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti.“ Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdarstjórnar flokksins. Stjórnendur síðunnar hafi sett þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag á síðuna og jafnframt ein ummæli á hverri klukkustund. Ætla má að slík ummælatakmörkun hamli verulega skoðanaskiptum og samræðum í hópnum. „Þetta er regla sem gildir um alla. Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum,“ sagði Gunnar í færslunni. „Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt,“ sagði hann að lokum. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út“ Ákvörðunin hefur strax vakið viðbrögð meðlima síðunnar. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi,“ skrifaði Kristján Héðinn Gíslason í ummælum við færsluna. „Þetta er bara húsreglur, viðbrögð við kvörtunum yfir yfirgangi örfárra inn í þessum hópi, fólki sem hefur lítið taumhald á sjálfu sér. Það má vel vera að því standi ógn af minnstu kurteisisreglum, en þá verður svo bara að vera. Ég held að meginþorri þeirra sem hér kíkja inn sé fenginn að hér heyrist fleiri raddir,“ svaraði Gunnar Smári þá. Sjá einnig: Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Kristján er faðir Karls Héðins, forseta ungra Sósíalista, sem sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins um miðjan síðasta mánuð í mótmælaskyni, sakaði Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ og sagði forystu flokksins hunsa lýðræðislega gagnrýni. Gunnar Smári boðaði til flokksfundar sama kvöld til að ræða ásakanirnar innan flokksins. Formenn þriggja stjórna flokksins, þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Stef. Hildardóttir og María Pétursdóttir, birtu yfirlýsingu samdægurs þar sem þær höfnuðu ásökunum Karls. Almenn ánægja væri innan flokksins með flokkstarfið, stefnuna og áhrif flokksins á samfélagsumræðuna. Degi síðar steig Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, fram og sagði hluta þeirrar ástæðu að hann hætti í borgarstjórn vera pressu frá Gunnari Smára. Innan flokksins ríkti óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla undir yfirskini baráttu. Gunnar Smári svaraði ásökunum mannanna tveggja fullum hálsi með færslu í Rauða þræðinum þann 21. mars. Þar sagði hann hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. Í færslunni sagði hann óöld ríkja í Sósíalistaflokknum og marga hafa misst fótanna í gerningaveðrinu sem Karl Héðinn magnaði upp. Enn fremur hafi Karl notað ásakanirnar „til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans.“ Sagðist Gunnar ekki myndu láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans, hann myndi beita sér gegn tilraunum til að eyðileggja flokkinn. Takmörkun á virkni meðlima Rauða þráðarins virðist vera liður í því eða allavega ein leið til að róa öldurnar.
Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira