Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 13:30 Yared Nuguse vann brons á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Getty/Kevin Voigt Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður. Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira
Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Sjá meira