Í sjokki eftir tilnefninguna Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2025 09:30 Eygló Fanndal Sturludóttir er í hörkustandi og klár í komandi Evrópumót. Vísir/Ívar Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir hefur farið vel af stað á nýju ári. Hún var tilnefnd sem besta lyftingakona Evrópu og vann til verðlauna með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum um helgina. Næst er Evrópumótið þar sem hún stefnir á pall. Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni. Lyftingar Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira
Eygló vann ásamt íslensku föruneyti á Smáþjóðamótinu í Ólympíuskum lyftingum á Möltu um helgina. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og gaman að spila í svona liði, sem heild fyrir landið sitt. Líka frábært að við unnum,“ segir Eygló í samtali við íþróttadeild. Klippa: Gott að stressa sig ekki á þyngdinni Eygló var einnig stigahæst allra kvenna á mótinu og það þrátt fyrir að vera þyngdarflokki ofar en venjulega. EM forgangsatriði og vigtin því aukaatriði Hún ákvað að létta sig ekki fyrir mótið, eins og hún myndi vanalega gera, vegna þess að hún er í miðjum undirbúningi fyrir EM sem fram fer í Moldóvu í apríl. „Vanalega keppir maður við ströng skilyrði, að passa inn í flokkinn þinn. En vegna þess að við keppum sem heild erum við bara að keppa upp á stig. Þú mátt vigtast eins þungur og þú vilt og stigin reiknast út frá því,“ „Við ákváðum að vera ekki að pressa vigtina niður núna af því það er svo stutt í EM. Ég ætla að vera tilbúin í EM og ekki rugla í þeim undirbúningi. Ég ákvað bara að vigtast eins og ég vaknaði þann dag og ég var um kílói yfir en ég er vanalega sem er svo sem bara eðlilegt,“ segir Eygló. Tvö vatnsglös til eða frá Það geta verið snúin fræði að bæta sig í lyftingunum, að lyfta þyngra en halda sjálfum sér léttum og í réttum þyngdarflokki á sama tíma. Þar geta minnstu smáatriði skipt máli. „Þetta snýst um hvort maður fái sér tvö vatnsglös fyrir svefninn kvöldið áður eða ekki. Þetta er í rauninni eitthvað svoleiðis. Þetta breytir engu og þess vegna einmitt ákváðum við ekki að pressa á þetta,“ „Það var bara þægilegt að fá að keppa einu sinni án þess að vera í líkamsþyngdar stressi. Auðvitað er þetta aukið stress, að bæði passa inn í flokkinn og lyfta þyngdunum. Það var bara næs að fá að keppa eins og maður er vanalega, án þess að pæla neitt í neinu,“ segir Eygló. Tilnefningin ánægjulegt sjokk Eygló náði frábærum árangri á síðasta ári. Hún varð meðal annars í 4. sæti í -71 kg flokki á heimsmeistaramótinu, varð Evrópumeistari ungmenna og Norðurlandameistari. Hún var einnig hársbreidd frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París. Árið 2025 fer ekki síður vel af stað. „Árið er að byrja helvíti vel,“ segir Eygló um árið í ár en hún er staðráðin í því að fylgja þeim árangri eftir á nýju ári, sem fer vel af stað. Eftir gullið á Smáþjóðaleikunum um helgina var hún í vikunni var hún tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu. „Ég var hissa. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, þau létu mann ekkert vita. Þetta var bara birt og ég var bara: „Ertu að grínast?“ Það er ótrúlega gaman að sjá allar stelpurnar sem eru tilnefndar líka. Þetta eru stór nöfn í íþróttinni og að fá að vera þarna með þeim er galið. Og mikill heiður líka,“ segir Eygló. Stefnir á pall Öll hennar einbeiting er á komandi Evrópumóti. Þar vill hún komast á pall eftir fjórða sæti í fyrra. „Það eru stór markmið. Ég eiginlega þori ekki að segja það upphátt og jinxa neitt. Ég er skráð inn með hæsta totalið. Við vitum að þetta verða slagsmál og barátta. Þetta er ekki gefins. Ég vil ná pallinum, ég missti af því á síðasta ári og vil ekki lenda í því aftur. Ég vil komast á þennan pall,“ segir Eygló. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum efst í fréttinni.
Lyftingar Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira