Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. mars 2025 10:49 Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin á þing í kosningunum í nóvember síðastliðnum. Vísir/Arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir. Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Þá varð Rósa að almennum bæjarfulltrúa og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. „Það eru í landinu mörg hundruð bæjarfulltrúar um land allt sem sinna þeim störfum í hlutastarfi með fullri annarri vinnu jafnt hjá hinu opinbera sem og almenna markaðnum. Þingmennska er að mínu mati ekkert öðruvísu en hvert annað starf. Á meðan þetta er ekki að rekast neitt á og þetta gengur bara vel þá sinni ég þessu hvorutveggja. Það verður til einhverra mánaða, ég mun ekki sitja út allt kjörtímabilið eins og margir hafa gert í gegnum árin og mörg dæmi eru um.“ Rósa útilokar ekki að klára kjörtímabilið í bæjarstjórn. „Eins og staðan er núna þá hef ég hugsað mér af því ég er oddviti í Hafnarfirði og hef verið í tíu ár, er að koma úr starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þá langar mig að fylgja eftir stórum og mikilvægum málum sem við höfum veirð að vina að undanfarin ár og klára þau. Þegar ég er orðin sátt við það þá segi ég mig frá sveitarstjórnarstörfunum.“ Störfin skarist ekki á. „Ég er með heilan hug á báðum stöðum. Ég vinn bara mjög langa vinnudaga eins og ég hef alltaf gert.“ Hún bendir á að ráðherrar séu líka þingmenn. Það hafi aldrei verið spurt hvernig það gangi upp. „Af hverju geta þeir gert hvorttveggja?“ Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær að hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir var kjörin inn á þing í nóvember sem fjórði þingmaður Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi. Þá var hún enn bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar en Valdimar Víðisson tók við af henni um áramótin. Þá varð Rósa að almennum bæjarfulltrúa og hefur verið síðan þá. Hún hyggst halda áfram sem bæjarfulltrúi næstu mánuði. Sömuleiðis ætlar hún að halda áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga þrátt fyrir þingsetuna. „Það eru í landinu mörg hundruð bæjarfulltrúar um land allt sem sinna þeim störfum í hlutastarfi með fullri annarri vinnu jafnt hjá hinu opinbera sem og almenna markaðnum. Þingmennska er að mínu mati ekkert öðruvísu en hvert annað starf. Á meðan þetta er ekki að rekast neitt á og þetta gengur bara vel þá sinni ég þessu hvorutveggja. Það verður til einhverra mánaða, ég mun ekki sitja út allt kjörtímabilið eins og margir hafa gert í gegnum árin og mörg dæmi eru um.“ Rósa útilokar ekki að klára kjörtímabilið í bæjarstjórn. „Eins og staðan er núna þá hef ég hugsað mér af því ég er oddviti í Hafnarfirði og hef verið í tíu ár, er að koma úr starfi framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, þá langar mig að fylgja eftir stórum og mikilvægum málum sem við höfum veirð að vina að undanfarin ár og klára þau. Þegar ég er orðin sátt við það þá segi ég mig frá sveitarstjórnarstörfunum.“ Störfin skarist ekki á. „Ég er með heilan hug á báðum stöðum. Ég vinn bara mjög langa vinnudaga eins og ég hef alltaf gert.“ Hún bendir á að ráðherrar séu líka þingmenn. Það hafi aldrei verið spurt hvernig það gangi upp. „Af hverju geta þeir gert hvorttveggja?“ Næstu sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri greindi frá því í gær að hún myndi láta af formennsku í sambandinu. Guðmundur Ari Sigurjónsson sagði sig úr stjórn þegar hann náði kjöri á þing, en hann var áður bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Rósa hefur verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 2006, og var bæjarstjóri frá 2018 og til síðustu áramóta, þegar Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði, tók við embættinu.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara. 17. mars 2025 19:22