Börn eigi ekki að ilma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. mars 2025 07:03 Una Emilsdóttir sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði, segir eiturefni allt í kring. Við lifum í eitruðum heimi, þar sem óteljandi efni úr daglegu umhverfi okkar smjúga inn í líkama okkar – oft án þess að við áttum okkur á því. Við eigum umfram allt að vernda börnin okkar frá þessum efnum. Þetta segir Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði. Una hefur helgað feril sinn baráttunni gegn áhrifum skaðlegra efna á heilsu fólks. Hún er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. „Við búum í eiturefnasúpu, það er bara staðreynd. En þetta snýst ekki um að hræða fólk, heldur valdefla það með upplýsingum,“ segir Una meðal annars í hlaðvarpinu. Efni sem raska hormónakerfinu Una bendir á að eitt helsta vandamálið sé áhrif efna sem trufla tauga- og hormónastarfsemi. Þessi efni, til dæmis þalöt, sem eru mikið notuð í ilmvörur, snyrtivörur og plastefni, geti haft langtímaáhrif á taugakerfi og þroska barna. „Það sem við höfum sérstakar áhyggjur af eru áhrif á fóstur og ung börn, þar sem taugakerfi þeirra er viðkvæmast á fyrstu árum lífsins.“ Rannsóknir bendi til þess að þessi hormónatruflandi efni geti haft áhrif á taugaþroska og vitsmunalega færni og verið meðvirkandi orsakaþáttur í myndun taugaþroskaraskana á borð við einhverfu, athyglisbrest og ofvirkni. „Þegar þú horfir á þróun einhvers eins og einhverfu, þá sjáum við að tíðnin hefur aukist svo hratt að erfðirnar einar og sér útskýra það ekki,“ segir Una. „Undirliggjandi orsök taugaþroskaraskana er vissulega margþætt, en umhverfisáhrif eru hluti af orsakasamhenginu, eitt púsl í stóru myndinni.“ Hún bendir einnig á hvernig þessi efni geti haft áhrif á kynhormón og breytt því hvernig kynþroski þróast hjá börnum og unglingum. Þau geti einnig haft áhrif á frjósemi og þannig mögulega haft áhrif á getu barna okkar til að eignast börn í framtíðinni. Eiturefnaglasið Una útskýrir þetta með einföldu líkingamáli: „Líkaminn okkar er eins og glas sem fyllist smám saman af eiturefnum. Líffærin okkar, eins og lifrin og nýrun, eru í stöðugri baráttu við að tæma það – en ef við fyllum það of hratt, þá flæðir það á endanum yfir.“ Svo einföldu ráðin eru oft áhrifaríkust að sögn Unu. Að borða eins hreinan mat og hægt er án aukaefna, velja lífrænt ef hægt er, minnka notkun snyrtivara, velja vörur án ilmefna og hormónaraskandi efna, sleppa ilmkertum og velja sem mest vörur úr náttúrulegum efnum. „Því minna, því betra. Þú þarft ekki að fylla glasið á hverjum degi með efnum sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig munu hafa áhrif á þig í framtíðinni.“ Hvert skref skiptir máli Una leggur mikla áherslu á ábyrgð foreldra á því að skapa hreinna umhverfi fyrir börn sín. „Við getum ekki verið viss um hvaða efni valda skaða fyrr en eftir mörg ár. En eitt er víst – ef við drögum úr efnanotkun núna, minnkum við líkurnar á því að börnin okkar verði fyrir skaðlegum áhrifum,“ segir hún. „Börn eiga ekki að ilma,“ bætir hún við með áherslu. „Þetta er ekki bara spurning um að vernda þau fyrir skaða í dag, heldur líka fyrir sjúkdómum í framtíðinni.“ Hún hvetur alla foreldra og neytendur til að leggja sitt af mörkum: „Við getum ekki gert allt – en hvert lítið skref skiptir máli. Börnin okkar eiga það skilið.“ Hún kallar einnig eftir því að yfirvöld leggi meiri áherslu á forvarnir og fylgi fordæmi landa eins og Japan, þar sem börn fá hreinan mat og skólakerfið vinnur markvisst að því að vernda börn gegn skaðlegum efnum. Í viðtalinu ræðir Una jafnframt um eiturefnaiðnaðinn, hvernig taugakerfi skordýra líkist taugakerfi manna, teflonvörur, hvar þessi efni eru og hvernig við getum forðast þau og margt fleira. Hægt er að hlusta á þáttinn með Unu hér fyrir neðan. Heilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Kristján Þór Gunnarsson, læknir og gestur í fyrsta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms, leggur áherslu á mikilvægi þess að finna nýjar leiðir til að takast á við faraldur krónískra langvinnra veikinda, sem hann kallar samfélagssjúkdóma. 23. nóvember 2024 15:00 Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Una hefur helgað feril sinn baráttunni gegn áhrifum skaðlegra efna á heilsu fólks. Hún er gestur í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms. „Við búum í eiturefnasúpu, það er bara staðreynd. En þetta snýst ekki um að hræða fólk, heldur valdefla það með upplýsingum,“ segir Una meðal annars í hlaðvarpinu. Efni sem raska hormónakerfinu Una bendir á að eitt helsta vandamálið sé áhrif efna sem trufla tauga- og hormónastarfsemi. Þessi efni, til dæmis þalöt, sem eru mikið notuð í ilmvörur, snyrtivörur og plastefni, geti haft langtímaáhrif á taugakerfi og þroska barna. „Það sem við höfum sérstakar áhyggjur af eru áhrif á fóstur og ung börn, þar sem taugakerfi þeirra er viðkvæmast á fyrstu árum lífsins.“ Rannsóknir bendi til þess að þessi hormónatruflandi efni geti haft áhrif á taugaþroska og vitsmunalega færni og verið meðvirkandi orsakaþáttur í myndun taugaþroskaraskana á borð við einhverfu, athyglisbrest og ofvirkni. „Þegar þú horfir á þróun einhvers eins og einhverfu, þá sjáum við að tíðnin hefur aukist svo hratt að erfðirnar einar og sér útskýra það ekki,“ segir Una. „Undirliggjandi orsök taugaþroskaraskana er vissulega margþætt, en umhverfisáhrif eru hluti af orsakasamhenginu, eitt púsl í stóru myndinni.“ Hún bendir einnig á hvernig þessi efni geti haft áhrif á kynhormón og breytt því hvernig kynþroski þróast hjá börnum og unglingum. Þau geti einnig haft áhrif á frjósemi og þannig mögulega haft áhrif á getu barna okkar til að eignast börn í framtíðinni. Eiturefnaglasið Una útskýrir þetta með einföldu líkingamáli: „Líkaminn okkar er eins og glas sem fyllist smám saman af eiturefnum. Líffærin okkar, eins og lifrin og nýrun, eru í stöðugri baráttu við að tæma það – en ef við fyllum það of hratt, þá flæðir það á endanum yfir.“ Svo einföldu ráðin eru oft áhrifaríkust að sögn Unu. Að borða eins hreinan mat og hægt er án aukaefna, velja lífrænt ef hægt er, minnka notkun snyrtivara, velja vörur án ilmefna og hormónaraskandi efna, sleppa ilmkertum og velja sem mest vörur úr náttúrulegum efnum. „Því minna, því betra. Þú þarft ekki að fylla glasið á hverjum degi með efnum sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig munu hafa áhrif á þig í framtíðinni.“ Hvert skref skiptir máli Una leggur mikla áherslu á ábyrgð foreldra á því að skapa hreinna umhverfi fyrir börn sín. „Við getum ekki verið viss um hvaða efni valda skaða fyrr en eftir mörg ár. En eitt er víst – ef við drögum úr efnanotkun núna, minnkum við líkurnar á því að börnin okkar verði fyrir skaðlegum áhrifum,“ segir hún. „Börn eiga ekki að ilma,“ bætir hún við með áherslu. „Þetta er ekki bara spurning um að vernda þau fyrir skaða í dag, heldur líka fyrir sjúkdómum í framtíðinni.“ Hún hvetur alla foreldra og neytendur til að leggja sitt af mörkum: „Við getum ekki gert allt – en hvert lítið skref skiptir máli. Börnin okkar eiga það skilið.“ Hún kallar einnig eftir því að yfirvöld leggi meiri áherslu á forvarnir og fylgi fordæmi landa eins og Japan, þar sem börn fá hreinan mat og skólakerfið vinnur markvisst að því að vernda börn gegn skaðlegum efnum. Í viðtalinu ræðir Una jafnframt um eiturefnaiðnaðinn, hvernig taugakerfi skordýra líkist taugakerfi manna, teflonvörur, hvar þessi efni eru og hvernig við getum forðast þau og margt fleira. Hægt er að hlusta á þáttinn með Unu hér fyrir neðan.
Heilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Kristján Þór Gunnarsson, læknir og gestur í fyrsta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms, leggur áherslu á mikilvægi þess að finna nýjar leiðir til að takast á við faraldur krónískra langvinnra veikinda, sem hann kallar samfélagssjúkdóma. 23. nóvember 2024 15:00 Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Setja upp söngleik um Luigi Mangione „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
Eins og að setja bensín á díselbíl Kristján Þór Gunnarsson, læknir og gestur í fyrsta þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms, leggur áherslu á mikilvægi þess að finna nýjar leiðir til að takast á við faraldur krónískra langvinnra veikinda, sem hann kallar samfélagssjúkdóma. 23. nóvember 2024 15:00
Með tíu til fimmtán glugga opna í einu í Chrome og tólf Word skjöl Það er ekki nóg með að Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga Nagli eins og við þekkjum hana, beri marga hatta á höfði: Er sálfræðingur í Kaupmannahöfn, pistlahöfundur, rithöfundur, fyrirlesari, hlaðvarpari og almennur heilsunöldrari að hennar sögn. Ragga viðurkennir að vera mjög kaótísk í skipulagi. Svo ekki sé meira sagt. 18. febrúar 2023 10:01