Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2025 13:03 Donatella Versace fyrir miðju ásamt Clooney hjónunum George og Amal á góðgerðarviðburði þeirra í New York árið 2023. EPA-EFE/Eduardo Munoz Alvarez Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár. Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er fullyrt að um risatíðindi sé að ræða enda hafi Donatella haft afgerandi áhrif á helstu tískustrauma undanfarin ár og þá stefnu sem rekin hefur verið í tískuheimum. Donatella er orðin 69 ára gömul og tilkynnti í Instagram færslu að hönnuðurinn Dario Vitale muni taka við af henni 1. apríl næstkomandi. Hann var áður hjá Miu Mu. „Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að veita næstu kynslóð hönnuða vængi. Ég er hæstánægð með það að Dario Vitale muni ganga til liðs við okkur og hlakka til að sjá Versace með nýjum augum. Ég vil þakka mínu magnaða teymi af hönnuðum og öllu starfsfólki Versace, það hefur verið heiður að vinna með þeim undanfarna þrjá áratugi.“ Þá minnist Donatella bróður síns með hlýju. „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að halda áfram ævistarfi Gianni bróður míns. Hann var alvöru snillingur og ég vona að ég hafi eitthvað af hans anda og dugnaði,“ segir Donatella. Hún segist munu halda áfram að styðja tískuhúsið með ráðum og dáðum í nýju starfi sínu sem sendiherra. Bróðir hennar Gianni Versace var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í Flórída 15. júlí 1997 af hinum 27 ára gamla Andrew Cuananan. Sá hafði þegar skotið fjóra aðra til bana. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace) Tíska og hönnun Tímamót Ítalía Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er fullyrt að um risatíðindi sé að ræða enda hafi Donatella haft afgerandi áhrif á helstu tískustrauma undanfarin ár og þá stefnu sem rekin hefur verið í tískuheimum. Donatella er orðin 69 ára gömul og tilkynnti í Instagram færslu að hönnuðurinn Dario Vitale muni taka við af henni 1. apríl næstkomandi. Hann var áður hjá Miu Mu. „Það hefur alltaf verið mér mikilvægt að veita næstu kynslóð hönnuða vængi. Ég er hæstánægð með það að Dario Vitale muni ganga til liðs við okkur og hlakka til að sjá Versace með nýjum augum. Ég vil þakka mínu magnaða teymi af hönnuðum og öllu starfsfólki Versace, það hefur verið heiður að vinna með þeim undanfarna þrjá áratugi.“ Þá minnist Donatella bróður síns með hlýju. „Það hefur verið mesti heiður lífs míns að halda áfram ævistarfi Gianni bróður míns. Hann var alvöru snillingur og ég vona að ég hafi eitthvað af hans anda og dugnaði,“ segir Donatella. Hún segist munu halda áfram að styðja tískuhúsið með ráðum og dáðum í nýju starfi sínu sem sendiherra. Bróðir hennar Gianni Versace var myrtur fyrir utan heimili sitt í Miami í Flórída 15. júlí 1997 af hinum 27 ára gamla Andrew Cuananan. Sá hafði þegar skotið fjóra aðra til bana. View this post on Instagram A post shared by Versace (@versace)
Tíska og hönnun Tímamót Ítalía Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira