Hætti sem landsliðsþjálfari eftir spurningar um kókaínbrot Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 13:15 Tobias Bergman var gómaður með kókaín í fórum sínum á skemmtistað í maí 2023 og það hefur nú kostað hann landsliðsþjálfarastarf. NTB/Johan Nilsson Hinn 36 ára gamli Tobias Bergman er hættur sem landsliðsþjálfari karla- og kvennalandsliða Svíþjóðar í borðtennis, vegna dóms fyrir fíkniefnabrot frá árinu 2023. „Þetta er augljóslega áfall fyrir okkur,“ segir í tilkynningu frá sænska borðtennissambandinu þar sem tilkynnt er um brotthvarf Bergmans. Þar segir að hann hafi upplýst sambandið um brot sitt og að í kjölfarið hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hann hætti. Sænska blaðið Skånska Dagbladet segir að málið hafi farið af stað eftir að blaðið lagði fram spurningar um brot Bergmans frá sumrinu 2023, sem hann hafi hingað til haldið leyndu fyrir sambandinu. Dagens Nyheter segir að Bergman hafi verið gripinn með minni háttar magn af kókaíni á skemmtistað í Stokkhólmi í maí 2023. „Ég skil það vel að þetta skapi óviðunandi aðstæður fyrir vinnuveitanda minn sem vissi ekki af þessu. Í samráði við SBTF [borðtennissambandið] hef ég ákveðið að hætta störfum. Ég er einnig þakklátur fyrir þann stuðning sem sambandið hefur sýnt mér nú og í framtíðinni,“ segir Bergman í tilkynningunni en þar er tekið fram að borðtennissambandið muni styðja við Bergman svo að hann komist á beinu brautina. Bergman tekur jafnframt fram að deila sambandsins við helstu stjörnu Svía, Truls Möregårdh silfurverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum, hafi ekkert með það að gera að hann hætti nú. Bergman hefur stýrt báðum landsliðum Svíþjóðar frá síðasta hausti og þjálfað konurnar frá árinu 2022. Borðtennis Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira
„Þetta er augljóslega áfall fyrir okkur,“ segir í tilkynningu frá sænska borðtennissambandinu þar sem tilkynnt er um brotthvarf Bergmans. Þar segir að hann hafi upplýst sambandið um brot sitt og að í kjölfarið hafi verið tekin sameiginleg ákvörðun um að hann hætti. Sænska blaðið Skånska Dagbladet segir að málið hafi farið af stað eftir að blaðið lagði fram spurningar um brot Bergmans frá sumrinu 2023, sem hann hafi hingað til haldið leyndu fyrir sambandinu. Dagens Nyheter segir að Bergman hafi verið gripinn með minni háttar magn af kókaíni á skemmtistað í Stokkhólmi í maí 2023. „Ég skil það vel að þetta skapi óviðunandi aðstæður fyrir vinnuveitanda minn sem vissi ekki af þessu. Í samráði við SBTF [borðtennissambandið] hef ég ákveðið að hætta störfum. Ég er einnig þakklátur fyrir þann stuðning sem sambandið hefur sýnt mér nú og í framtíðinni,“ segir Bergman í tilkynningunni en þar er tekið fram að borðtennissambandið muni styðja við Bergman svo að hann komist á beinu brautina. Bergman tekur jafnframt fram að deila sambandsins við helstu stjörnu Svía, Truls Möregårdh silfurverðlaunahafa frá Ólympíuleikunum, hafi ekkert með það að gera að hann hætti nú. Bergman hefur stýrt báðum landsliðum Svíþjóðar frá síðasta hausti og þjálfað konurnar frá árinu 2022.
Borðtennis Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Sjá meira