Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 07:32 Imogen Simmonds er fædd í Hong Kong en keppir fyrir Sviss. Hún er í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Svissneska þríþrautarkonan Imogen Simmonds féll á lyfjaprófi á dögunum en kennir karli sínum um það hvernig fór. Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds) Þríþraut Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Simmonds er sjöunda á heimslistanum og því í hópi bestu þríþrautarkvenna heims. Hún hefur fagnað sigri á tíu stórum mótum og komist á verðlaunapall mörgum sinnum en hefur ekki keppt síðan hún féll á prófinu enda strax sett í bann. Simmonds hefur nú sagt frá sinni hlið á samfélagsmiðlum og það er óhætt að segja að afsökunin sé sérstök. Simmonds segir þar að hún hafi í desember síðastliðnum fengið óvænta heimsókn frá lyfjaeftirlitinu í aðdraganda heimsmeistaramótsins í Járnmanni sem fór fram í Nýja Sjálandi. „Ég var í áfalli og algjörlega niðurbrotin þegar niðurstöðurnar komu til baka um að efnið ligandrol hafi fundist í píkógramm magni í sýni mínu. Magnið var eins og að finna eitt saltkorn í heilli ólympískri sundlaug og ég hefði aldrei grætt eitthvað á slíku,“ skrifaði Imogen Simmonds. „Þegar ég fékk fréttirnar þá hafði ég strax samband við reyndan ráðgjafa. Eftir að hafa rannsakað þetta betur þá komust við að því að kærastinn minn hafði notað efnið ligandrol til að auka sinn styrk. Eitthvað sem ég vissi ekkert um,“ skrifaði Simmonds. Simmonds segist hafa lagt inn sönnunargögn sem sanna sakleysi hennar. „Eftir að hár mitt var rannsakað þá var það staðfest að ég hafi aldrei notað efnið ligandrol en um leið kom sýni kærastans jákvætt til baka sem sýndi að hann hefði neitt ligandrol,“ skrifaði Simmonds. Skýringin á falli hennar á lyfjaprófinu hljóti því að liggja í svefnherberginu. „Ég og kærastinn stunduðum kynlíf, bæði á þessum sama degi en einnig daginn áður en ég var prófuð. Ég og lögfræðiteymi mitt höfðum því ályktað sem svo að efnið hafi komst í mig í gegnum líkamsvessa okkar, skrifaði Simmonds en allan pistil hennar má finna hér fyrir neðan. Hún hefur rétt til að áfrýja dómnum en má ekki keppa aftur á meðan rannsóknin stendur yfir. View this post on Instagram A post shared by Imogen Simmonds (@imosimmonds)
Þríþraut Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira