Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 10:08 Jacob Kiplimo hefur unnið til fjölda verðlauna í hlaupum og meðal annars bronsverðlaun í 10.000 metra hlaupi á Ólympíuleikum, í Tókýó 2021. Getty/Tim Clayton Úgandamaðurinn Jacob Kiplimo setti nú í morgun nýtt og stórglæsilegt heimsmet í hálfu maraþoni þegar hann vann afar fjölsótt hlaup í Barcelona. Sá sem átti heimsmetið missti það tveimur mínútum eftir stórkostlegt 10 kílómetra hlaup sitt annars staðar á Spáni. Þessi 24 ára gamli hlaupari varð fyrstur allra í sögunni til þess að hlaupa hálft maraþon á innan við 57 mínútum en hann kom í mark á 56 mínútum og 41 sekúndu. Hann bætti þar með heimsmet Yomif Kejelcha um heilar 49 sekúndur. Til marks um hversu sturluð staðreynd það er þá er það mesti munur sem orðið hefur á nýju og fyrra heimsmeti í hálfmaraþoni, með vottun alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Jacob Kiplimo með fána Úganda eftir að hafa slegið heimsmetið í hálfmaraþoni með mögnuðum hætti í Barcelona í dag.Getty/Lorena Sopena Kiplimo átti áður heimsmetið frá því að hann sló það í Lissabon í nóvember 2021, með því að hlaupa á 57:31, en Kejelcha tók það af honum í Valencia í október síðastliðnum með því að bæta það um eina sekúndu. Aðstæður voru hinar bestu í Barcelona, 13 gráðu hiti og enginn vindur, og hljóp Kiplimo fyrstu 15 kílómetrana á 39 mínútum og 47 sekúndum. Almost a minute ☠️Jacob Kiplimo destroyed previous HM WR — 56:38 in Barcelona.5 k — 13:3410 k — 26:4615 k — 39:4620 k — 53:09finish — 56:38 pic.twitter.com/qQRDfWwYg3— Konstantin Kan (@knstntn_kan) February 16, 2025 Missti heimsmetið tveimur mínútum eftir glæstan sigur Hinn eþíópíski Kejelcha var einnig á ferðinni í dag, í 10 kílómetra götuhlaupi í Castellón de la Plana, um 300 kílómetrum frá Barcelona. Hann vann hlaupið með glæsibrag og kom í mark á 27 mínútum og 30 sekúndum, sem skilar honum í 2. sæti á lista yfir bestu götuhlaupara allra tíma. Svo merkilega vill til að aðeins tveimur mínútum eftir að Kejelcha var kominn í mark í Castellón bárust þær fregnir frá Barcelona að hann hefði misst heimsmetið í hálfmaraþoni til Kiplimo. Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Þessi 24 ára gamli hlaupari varð fyrstur allra í sögunni til þess að hlaupa hálft maraþon á innan við 57 mínútum en hann kom í mark á 56 mínútum og 41 sekúndu. Hann bætti þar með heimsmet Yomif Kejelcha um heilar 49 sekúndur. Til marks um hversu sturluð staðreynd það er þá er það mesti munur sem orðið hefur á nýju og fyrra heimsmeti í hálfmaraþoni, með vottun alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Jacob Kiplimo með fána Úganda eftir að hafa slegið heimsmetið í hálfmaraþoni með mögnuðum hætti í Barcelona í dag.Getty/Lorena Sopena Kiplimo átti áður heimsmetið frá því að hann sló það í Lissabon í nóvember 2021, með því að hlaupa á 57:31, en Kejelcha tók það af honum í Valencia í október síðastliðnum með því að bæta það um eina sekúndu. Aðstæður voru hinar bestu í Barcelona, 13 gráðu hiti og enginn vindur, og hljóp Kiplimo fyrstu 15 kílómetrana á 39 mínútum og 47 sekúndum. Almost a minute ☠️Jacob Kiplimo destroyed previous HM WR — 56:38 in Barcelona.5 k — 13:3410 k — 26:4615 k — 39:4620 k — 53:09finish — 56:38 pic.twitter.com/qQRDfWwYg3— Konstantin Kan (@knstntn_kan) February 16, 2025 Missti heimsmetið tveimur mínútum eftir glæstan sigur Hinn eþíópíski Kejelcha var einnig á ferðinni í dag, í 10 kílómetra götuhlaupi í Castellón de la Plana, um 300 kílómetrum frá Barcelona. Hann vann hlaupið með glæsibrag og kom í mark á 27 mínútum og 30 sekúndum, sem skilar honum í 2. sæti á lista yfir bestu götuhlaupara allra tíma. Svo merkilega vill til að aðeins tveimur mínútum eftir að Kejelcha var kominn í mark í Castellón bárust þær fregnir frá Barcelona að hann hefði misst heimsmetið í hálfmaraþoni til Kiplimo.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira