Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Eiður Þór Árnason skrifar 8. febrúar 2025 15:34 Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og einn eigenda LEX lögmannstofu telur málið skýrt. vísir/vilhelm Hæstaréttarlögmaður er ósammála tveimur lögfræðiálitum sem hafi verið útbúin að beiðni fjármála- og efnahagsráðuneytisins um framlög til stjórnmálaflokka. Hann telur ótvírætt að ráðherra beri skylda til að innheimta fjármuni sem greiddir voru úr ríkissjóði þrátt fyrir að flokkar hafi ekki uppfyllt skilyrði laga fyrir slíkum greiðslum. „Reglan er sú almenn í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa,” segir Arnar Þór Stefánsson, lögfræðingur og einn eigenda LEX lögmannstofu. Hann bætir við að stjórnmálamennirnir geti ekki hafið verið í góðri trú þegar þeir tóku við þessum fjármunum. Arnar fór yfir málið í færslu á Facebook-síðu sinni og ályktar að það kunni að hafa verið refsivert fyrir viðkomandi stjórnmálasamtök að taka við fénu. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og vísar hann þar í áðurnefnd sérfræðiálit. Fjallað hefur verið um það að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar árið 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Fram hefur komið að Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar hafi einnig þegið styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá hins vegar eini flokkurinn sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Gæti mögulega þýtt gjaldþrot Arnar segir að fjármála- og efnahagsráðherra beri að innheimta það sem til ríkisins heyrir og þá mögulega fyrir dómstólum. „Það er skylda á honum að láta fylgja eftir kröfum sem ríkið á og það er ekki þannig að menn geti bara gefið það eftir, hvort sem á í hlut á öryrki eða einhver sem hefur fengið ofgreitt úr ríkissjóði af öðrum ástæðum. Það gildir jafnt um alla og menn skulu vera jafnir fyrir lögunum hvað þetta varðar,“ segir hann i samtali við fréttastofu. „Ef þessir stjórnmálaflokkar eru ekki borgunarmenn þá bara mögulega fara þeir í gjaldþrot. Svo geta þessir stjórnmálaflokkar reynt að semja um kröfuna og að endurgreiða hana á einhverjum tíma.“ Arnar bætir við að samkvæmt lögunum þurfi ekki að sýna fram á ásetning heldur nægir gáleysi. Það feli í sér að fulltrúar flokkana viti eða hafi mátt vita að það hefði ekki verið heimilt að greiða styrkina út þar sem flokkarnir hafi ekki uppfyllt skilyrði laga. Ekki undanþegnir lögum Telur Arnar rétt að láta reyna á málið fyrir dómi og segir ríkið hafa góð rök fyrir sínum málstað. „Þú gefur ekki eftir svona kröfur ef þú ert ríkið. Ríkið er mjög hart til dæmis gagnvart öryrkjum og þeim sem skulda skatta. Það er engin miskunn þar en þarna á að vera einhver miskunn en það bara á ekki við.“ Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eigi að fara á undan með góðu fordæmi og þeir séu ekki undanþegnir lögum. „Ég tel vera greiðsluskyldu og ég átta mig á því að það eru einhver álit í hina áttina en við þessar aðstæður tel ég að það eigi að sækja kröfuna.” Það sé hans lögfræðilega mat og svo geti dómstólar dæmt um það hvað sé rétt í þessu. Facebook-færsla Arnars í heild sinni: Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. 7. febrúar 2025 20:02 Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
„Reglan er sú almenn í lögfræðinni að þegar þú tekur við peningum sem þú átt ekki rétt á og ert ekki í góðri trú þá myndast endurgreiðslukrafa,” segir Arnar Þór Stefánsson, lögfræðingur og einn eigenda LEX lögmannstofu. Hann bætir við að stjórnmálamennirnir geti ekki hafið verið í góðri trú þegar þeir tóku við þessum fjármunum. Arnar fór yfir málið í færslu á Facebook-síðu sinni og ályktar að það kunni að hafa verið refsivert fyrir viðkomandi stjórnmálasamtök að taka við fénu. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu og vísar hann þar í áðurnefnd sérfræðiálit. Fjallað hefur verið um það að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálasamtök. Frá 1. janúar árið 2022 var skráning á stjórnmálasamtakaskrá skilyrði fyrir úthlutun framlaga úr ríkissjóði. Fram hefur komið að Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Vinstri græn og Sósíalistar hafi einnig þegið styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt. Flokkur fólksins er sá hins vegar eini flokkurinn sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. Gæti mögulega þýtt gjaldþrot Arnar segir að fjármála- og efnahagsráðherra beri að innheimta það sem til ríkisins heyrir og þá mögulega fyrir dómstólum. „Það er skylda á honum að láta fylgja eftir kröfum sem ríkið á og það er ekki þannig að menn geti bara gefið það eftir, hvort sem á í hlut á öryrki eða einhver sem hefur fengið ofgreitt úr ríkissjóði af öðrum ástæðum. Það gildir jafnt um alla og menn skulu vera jafnir fyrir lögunum hvað þetta varðar,“ segir hann i samtali við fréttastofu. „Ef þessir stjórnmálaflokkar eru ekki borgunarmenn þá bara mögulega fara þeir í gjaldþrot. Svo geta þessir stjórnmálaflokkar reynt að semja um kröfuna og að endurgreiða hana á einhverjum tíma.“ Arnar bætir við að samkvæmt lögunum þurfi ekki að sýna fram á ásetning heldur nægir gáleysi. Það feli í sér að fulltrúar flokkana viti eða hafi mátt vita að það hefði ekki verið heimilt að greiða styrkina út þar sem flokkarnir hafi ekki uppfyllt skilyrði laga. Ekki undanþegnir lögum Telur Arnar rétt að láta reyna á málið fyrir dómi og segir ríkið hafa góð rök fyrir sínum málstað. „Þú gefur ekki eftir svona kröfur ef þú ert ríkið. Ríkið er mjög hart til dæmis gagnvart öryrkjum og þeim sem skulda skatta. Það er engin miskunn þar en þarna á að vera einhver miskunn en það bara á ekki við.“ Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn eigi að fara á undan með góðu fordæmi og þeir séu ekki undanþegnir lögum. „Ég tel vera greiðsluskyldu og ég átta mig á því að það eru einhver álit í hina áttina en við þessar aðstæður tel ég að það eigi að sækja kröfuna.” Það sé hans lögfræðilega mat og svo geti dómstólar dæmt um það hvað sé rétt í þessu. Facebook-færsla Arnars í heild sinni:
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. 7. febrúar 2025 20:02 Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Stjórnmálaflokkar verða ekki krafðir um endurgreiðslu á hundruðum milljóna króna styrkjum þrátt fyrir að þeir hafi ekki uppfyllt lagaskilyrði um að vera skráðir sem stjórnmálasamtök. Fjármálaráðherra tók þessa ákvörðun á grunni tveggja álitsgerða en hann segir fjármálaráðuneytið hafa brugðist skyldum sínum og að krafa um endurgreiðslu myndi ganga gegn markmiðum laga um styrkina. 7. febrúar 2025 20:02
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55
Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa nokkur áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið að fjármálaráðherra samstarfsflokksins þurfi að skera úr um hvort að endurgreiða þurfi ríkisstyrki. Hann segir að reynt sé að draga fram „tittlingaskít“ til að kasta rýrð á samstarfið. 29. janúar 2025 09:30