Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:05 Lárus L. Blöndal er forseti ÍSÍ. Vísir/Einar Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segist fordæma allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar. ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti