Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa 29. janúar 2025 21:48 Ármann Höskuldsson segir eldgos við flekamót geta orðið ansi stór. Vísir/Arnar Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga. „Eins og þetta lítur út núna þá eru menn að reikna með að það geti eitthvað gerst um næstu mánaðamót en það er líka eins víst, við erum komin svo nálægt endalokunum að kannski er þetta bara búið og þetta eru síðustu hreyfingarnar sem við sjáum áður en það færir sig á næsta stað,“ segir Ármann sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hægt að sjá það á mælum sem mæla hreyfingar á jörðu. Þeir séu ekki allir eins ákveðnir og þeir hafi verið áður. Það sé meira hikst í mælunum og það segi að eitthvað sé að breytast. Hverjir næstu staðir gætu verið segir Ármann svæðið vera í raun alveg frá Reykjanestá og að Hengli. Næstu kerfi sem myndu taka við séu tengd Krýsuvíkurkerfinu sem er mitt á milli Bláfjalla og Sundhnúkanna og svo sé sæmileg hrina í Bláfjöllum sem segi að öll kerfin séu að gera sig klár. „Við erum með mikla hreyfingu sem hefur ekki verið mikið í mörg hundruð ár. Á skaganum sjálfum þurfum við að losa um nokkra metra og það tekur einhvern tíma. Við megum alveg búast við því að Sundhnúkarnir séu að fjara út og svo tekur hitt við,“ segir Ármann en tekur þó fram að þetta ferli geti tekið 200 til 300 ár. Mesta framleiðsla kviku undir Íslandi Undanfarið hafa verið skjálftar líka við Bárðarbungu. Ármann segir það við flekamót en þar sé líka að finna möttulstrókinn og þar sé mesta framleiðsla kviku undir Íslandi. „Fari þessi svæði í gang megum við búast við gosum í stærri kantinum,“ segir Ármann. Bárðarbunga hafi verið að hreyfa sig hressilega síðan 2014/2015. Bárðarbungan sjálf sé kannski ekki endilega áhyggjuefni en gos á flekamótunum geti gosin verið ansi stór og „hafa í gegnum Íslandssöguna ekki verið skemmtileg“ að sögn Ármanns. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Eins og þetta lítur út núna þá eru menn að reikna með að það geti eitthvað gerst um næstu mánaðamót en það er líka eins víst, við erum komin svo nálægt endalokunum að kannski er þetta bara búið og þetta eru síðustu hreyfingarnar sem við sjáum áður en það færir sig á næsta stað,“ segir Ármann sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hægt að sjá það á mælum sem mæla hreyfingar á jörðu. Þeir séu ekki allir eins ákveðnir og þeir hafi verið áður. Það sé meira hikst í mælunum og það segi að eitthvað sé að breytast. Hverjir næstu staðir gætu verið segir Ármann svæðið vera í raun alveg frá Reykjanestá og að Hengli. Næstu kerfi sem myndu taka við séu tengd Krýsuvíkurkerfinu sem er mitt á milli Bláfjalla og Sundhnúkanna og svo sé sæmileg hrina í Bláfjöllum sem segi að öll kerfin séu að gera sig klár. „Við erum með mikla hreyfingu sem hefur ekki verið mikið í mörg hundruð ár. Á skaganum sjálfum þurfum við að losa um nokkra metra og það tekur einhvern tíma. Við megum alveg búast við því að Sundhnúkarnir séu að fjara út og svo tekur hitt við,“ segir Ármann en tekur þó fram að þetta ferli geti tekið 200 til 300 ár. Mesta framleiðsla kviku undir Íslandi Undanfarið hafa verið skjálftar líka við Bárðarbungu. Ármann segir það við flekamót en þar sé líka að finna möttulstrókinn og þar sé mesta framleiðsla kviku undir Íslandi. „Fari þessi svæði í gang megum við búast við gosum í stærri kantinum,“ segir Ármann. Bárðarbunga hafi verið að hreyfa sig hressilega síðan 2014/2015. Bárðarbungan sjálf sé kannski ekki endilega áhyggjuefni en gos á flekamótunum geti gosin verið ansi stór og „hafa í gegnum Íslandssöguna ekki verið skemmtileg“ að sögn Ármanns.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?