„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2025 12:16 Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi eru til merkis um að líkur á eldgosi aukist enn. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir þó að hægt hafi lítillega á landrisi og kvikusöfnun, miðað við atburði síðasta árs. „Sem bendir til þess að við séum komin á seinni hluta þessa ferlis. En það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé búið,“ segir Magnús Tumi. Mun minna flæði GPS- og gervitunglamælingar séu notaðar til að vakta svæðið og mæla kvikusöfnun. „Þær hafa sýnt að þegar þetta byrjaði þarna í lok október í fyrra, svo í nóvember og svo framvegis, þá voru að fara þarna inn kannski sjö, átta til tíu rúmmetrar af kviku á sekúndu. Síðan hefur dregið úr því hægt og rólega, og núna eru að koma kannski inn tveir, þrír, fjórir rúmmetrar af kviku á hverri sekúndu.“ Horfir til loka febrúar Síðasta eldgos hófst 20. nóvember og lauk 18 dögum síðar. Magnús Tumi segir að mánuður geti verið í það næsta. „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt, miðað við núverandi stöðu, að komi gos sem verði ekkert ósvipað þeim sem komið hafa á síðustu árum.“ Reikna megi með því að fyrirvari næsta eldgoss verði á bilinu hálf til ein klukkustund. „Það eru allar líkur á að þetta verði þannig. Þetta gerist ekki þannig að þetta stingi sér upp með engum fyrirvara og það sjáist hvergi nein merki. Það sjást bæði merki í jarðhitakerfinu, í borholunum fer að koma þrýstinbreyting, og svo eru það jarðskjálftar. Þó þeir séu ekki mjög stórir, “ sagði Magnús Tumi Guðmundsson.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55 Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Sjá meira
Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur telur að það sé brýn nauðsyn að endurskoða það hvort rétt sé að útiloka stór hraungos frá Bárðarbungukerfinu. Það er vegna þess að mjög mikið gæti verið í húfi fyrir allan orkubúskap Íslands, og ljóst að kvika haldi áfram að safnast saman undir öskju Bárðarbungu. 29. janúar 2025 11:55
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. 28. janúar 2025 16:21