„Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2025 21:03 Djokovic og nýi þjálfari hans. Vísir/Getty Images Novak Djokovic er mættur í aðra umferð Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Serbinn gæti ekki verið ánægðari með að hinn skoski Andy Murray sé þjálfari hans sem stendur. Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð. Tennis Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar hinn nýhætti Murray gerðist þjálfari Djokovic. Það byrjaði þó ekki vel í Ástralíu þar sem Djokovic tapaði fyrsta settinu gegn hinum 19 ára gamla Nishesh Basavareddy. Hinn 37 ára gamli Djokovic sneri taflinu við og vann á endanum nokkuð sannfærandi sigur. Hann er á höttunum á eftir sínum 11. sigri á Opna ástralska og það er nákvæmlega ástæðan fyrir því að hann réð Murray. Með sigri í Ástralíu myndi Djokovic vinna sinn 25. risatitil og þar með færi hann upp fyrir Margaret Court þegar kemur að flestum risamótssigrum í sögunni. Novak Djokovic gets his first win with Andy Murray in the stands as his coach. Iconic. pic.twitter.com/F06dGad83P— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) January 13, 2025 „Ég er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Verð að segja að það er heldur skrítið að hafa hann mín megin á vellinum. Við kepptum við hvorn annan á hæsta getustigi í tuttugu ár svo það er fínt að hafa hann mín megin við netið,“ sagði Djokovic um nýja þjálfarann sinn. „Hann gaf mér frábær ráð á meðan leiknum stóð. Það er virkilega gott að geta fengið ráð og rætt við hann. Þetta var ánægjuleg reynsla og vonandi erum við ekki hættir.“ Telur Djokovic geta orðið mesta íþróttamann allra tíma Murray, sem er aðeins sjö dögum eldri en Djokovi, lagði spaðann á hilluna eftir Ólympíuleikana í París síðasta sumar. Eftir nokkra mánuði á golfvellinum hringdi Djokovic í Skotann og bauð honum stöðu í starfsliði sínu. „Novak hefur undanfarin ár staðfest stöðu sína sem besti tenniskappi allra tíma, allavega sinnar kynslóðar.“ „Á næstu árum gæti hann gert kröfu til þess að vera mesti íþróttamaður allra tíma með því að sigra stórmót og aðra tenniskappa á borð við Carlos Alcaraz og Jannik Sinner þá gæti hann verið besti íþróttamaður allra tíma. Það er spennandi fyrir mig og teymi hans að vera hluti af því,“ sagði Murray eftir sigur Djokovic í 1. umferð.
Tennis Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Sjá meira