Anita Bryant er látin Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 12:21 Anita Bryant og maður hennar, Bob Green, fagna því að hafa fellt úr gildi reglugerð sem kom í veg fyrir mismunun fólks á grundvelli kynhneigðar. Getty Anita Bryant, söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, er látin 84 ára að aldri. Fjölskylda Bryant greindi frá andlátinu í tilkynningu á fimmtudag. Þar kom fram að Anita hefði látist á heimili sínu í Edmond í Oklahoma þann 16. desember 2024. „Megi minning Anitu og trú hennar á eilíft líf gegnum Krist hugga alla þá sem umlykja hana,“ sagði í tilkynningunni. Bryant lætur eftir sig fjögur börn, tvær stjúpdætur og sjö barnabörn. Víða hötuð vegna baráttu sinnar Anita Bryant fæddist þann 25. mars 1940 í Barnsdall í Oklahoma. Hún var valin Ungfrú Oklahoma þegar hún var átján ára gömul og varð í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Ameríku. Bryant var talin fegurst í Oklahoma árið 1958.Getty Árið 1959 hóf hún tónlistarferill sinn með plötunni Anita Bryant og skaust hratt í kjölfarið upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við Till There Was You, In My Little Corner of the World og Paper Roses. Frá 1961 til 1968 fór hún gjarnan í tónleikaferðalög með Bob Hope að skemmta bandaríska hernum og hlaut hún síðar silfurorðu þjóðvarðliðsin og gullorðu VFW (Veterans of Foreign Wars) fyrir skemmtunina. Hún varð síðar talskona Florida Citrus og bjó til frasann „Morgunmatur án appelsínusafa er eins og dagur án sólar“. Orðstír Bryant breyttist töluvert á áttunda áratugnum þegar hún varð virk baráttukona gegn réttindum samkynhneigðra. Hún leiddi þar herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Anita Bryant og eiginmaður hennar, Rober Green, nokkrum augnablikum eftir að maður sem þóttist vera blaðamaður kastaði köku framan í hana.Getty „Ég blandaði mér bara í málið því þeir voru að biðja um sérstök forréttindi sem brutu í bága við lög Flórída, svo ekki sé minnst á lög Guðs,“ sagði hún í viðtali við Playboy árið 1978. Baráttuhópar fyrir réttindum samkynhneigðra sniðgengu appelsínusafa frá Flórída markvisst eftir yfirlýsingar hennar og er talið að hún hafi einnig orðið af um hálfri milljón Bandaríkjadala vegna baráttu sinnar. Tveir stuðningsmenn réttinda samkynhneigra pósa fyrir mynd. Annar er í vel merktum bol.Getty Andlát Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Fjölskylda Bryant greindi frá andlátinu í tilkynningu á fimmtudag. Þar kom fram að Anita hefði látist á heimili sínu í Edmond í Oklahoma þann 16. desember 2024. „Megi minning Anitu og trú hennar á eilíft líf gegnum Krist hugga alla þá sem umlykja hana,“ sagði í tilkynningunni. Bryant lætur eftir sig fjögur börn, tvær stjúpdætur og sjö barnabörn. Víða hötuð vegna baráttu sinnar Anita Bryant fæddist þann 25. mars 1940 í Barnsdall í Oklahoma. Hún var valin Ungfrú Oklahoma þegar hún var átján ára gömul og varð í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Ameríku. Bryant var talin fegurst í Oklahoma árið 1958.Getty Árið 1959 hóf hún tónlistarferill sinn með plötunni Anita Bryant og skaust hratt í kjölfarið upp á stjörnuhimininn með lögum á borð við Till There Was You, In My Little Corner of the World og Paper Roses. Frá 1961 til 1968 fór hún gjarnan í tónleikaferðalög með Bob Hope að skemmta bandaríska hernum og hlaut hún síðar silfurorðu þjóðvarðliðsin og gullorðu VFW (Veterans of Foreign Wars) fyrir skemmtunina. Hún varð síðar talskona Florida Citrus og bjó til frasann „Morgunmatur án appelsínusafa er eins og dagur án sólar“. Orðstír Bryant breyttist töluvert á áttunda áratugnum þegar hún varð virk baráttukona gegn réttindum samkynhneigðra. Hún leiddi þar herferðina „Bjargið börnunum okkar“ sem barðist fyrir því að fella reglugerð í Dade-sýslu úr gildi sem bannaði mismunun á forsendum kynhneigðar. Anita Bryant og eiginmaður hennar, Rober Green, nokkrum augnablikum eftir að maður sem þóttist vera blaðamaður kastaði köku framan í hana.Getty „Ég blandaði mér bara í málið því þeir voru að biðja um sérstök forréttindi sem brutu í bága við lög Flórída, svo ekki sé minnst á lög Guðs,“ sagði hún í viðtali við Playboy árið 1978. Baráttuhópar fyrir réttindum samkynhneigðra sniðgengu appelsínusafa frá Flórída markvisst eftir yfirlýsingar hennar og er talið að hún hafi einnig orðið af um hálfri milljón Bandaríkjadala vegna baráttu sinnar. Tveir stuðningsmenn réttinda samkynhneigra pósa fyrir mynd. Annar er í vel merktum bol.Getty
Andlát Bandaríkin Hinsegin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira