Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. janúar 2025 13:45 Mike De Decker vann Grand Prix á síðasta ári. getty/Nathan Stirk Belginn Mike De Decker er æfur yfir því að gengið hafi verið framhjá honum í vali á keppendum fyrir úrvalsdeildina í pílukasti. Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025. Pílukast Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Í gær var greint frá því hvaða átta pílukastarar fengu keppnisrétt í úrvalsdeildinni. De Decker er ekki þar á meðal. Hann er afar ósáttur við það og segir að um skandal sé að ræða. De Decker datt snemma úr leik á HM en vann Grand Prix og er fyrsti pílukastarinn í tuttugu ára sögu úrvalsdeildarinnar sem er ekki valinn til þátttöku í henni þrátt fyrir að vinna stórt sjónvarpsmót. „Að mínu mati er þetta skandall,“ sagði De Decker við Het Nieuwsblad í heimalandinu. Hann er ekki sammála mati framkvæmdastjóra úrvalsdeildarinnar, Matt Porter, um að hann sé ekki alveg tilbúinn til að taka þátt í henni. „Mér fannst sú útskýring ekki sanngjörn. Eftir sigurinn á Grand Prix sagði ég að ég væri kannski ekki tilbúinn og sé eftir því. Eftir það sannaði ég á öðrum mótum að ég geti keppt við þá bestu. Þetta gekk bara ekki upp á HM. Það var skítt og algjör synd að þetta hafi gerst þá en mér finnst ég samt vera tilbúinn.“ Skaut á Aspinall og Price De Decker finnst hann frekar hafa átt skilið að vera valinn til að keppa í úrvalsdeildinni heldur en til dæmis Nathan Aspinall og Gerwyn Price. „Þeir eiga það ekki skilið. Allt í einu komast þeir í átta manna úrslit á HM og eru komnir hingað,“ sagði De Decker. „Aspinall er bara þarna út af inngöngunni sinni og skemmtuninni og ef Price stendur sig illa fyrstu vikurnar byrjar hann aftur að kvarta. Sagt er að þú komist í úrvalsdeildina vegna úrslita en sú ekki víst ekki raunin.“ Auk Prices og Aspinalls keppa heimsmeistarinn Luke Littler, Luke Humphries, Michael van Gerwen, Rob Cross, Stephen Bunting og Chris Dobey í úrvalsdeildinni 2025.
Pílukast Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira