Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2025 19:30 Heimsmeistari. James Fearn/Getty Images Enska undrabarnið, hinn 17 ára Luke Littler, er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn eftir öruggan sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen í Ally Pally í kvöld. Viðureignin var í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hófst klukkan 20. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Littler, sem er aðeins 17 ára, var í úrslitaleiknum annað árið í röð eftir að hafa tapað fyrir Luke Humphries fyrir ári. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hann vann titilinn árin 2014, 2017 og 2019. Þrátt fyrir að vera tveir af bestu pílukösturum heims virtust þeir félagarnir vera nokkuð stressaðir í upphafi leiks. Meðaltal beggja var undir 90 og fátt um fína drætti í fyrsta setti. Littler hélt þó ró sinni í útskotunum, eitthvað sem Van Gerwen tókst ekki, og sá fyrrnefndi kom sér yfir með 3-1 sigri í fyrsta setti. FIRST SET TO LITTLER!Luke Littler wraps up the opening set against the darts!The 17-year-old sensation converts a trademark two-dart 80 finish to lead Van Gerwen 1-0!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/YLlZbDKWow— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Littler hafði svo mikla yfirburði í öðru setti þar sem hann vann alla þrjá leggina og kom sér í 2-0. Van Gerwen gekk því hugsi út af sviðinu í smá pásu, sem hann þurfti klárlega á að halda til að reyna að rétta sig af. Pásan gerði þó ekki mikið fyrir þrefalda heimsmeistarann því eftir hlé var meira af því sama. Littler virtist ekki geta klikkað á útskoti, en í þau fáu skipti sem Van Gerwen fékk tækifæri til að klára legg klikkaði hann. Littler kláraði þriðja settið 3-1 og setti svo tóninn í fjórða settinu með því að taka út 70 með einni pílu í búllið og annarri í tvöfaldan tíu. Van Gerwen náði að stela einum legg í settinu, en klikkaði svo heldur betur á útskoti í fjórða legg og Littler tók settið og komst í 4-0. Michael van Gerwen var á þessum tímapunkti aðeins búinn að hitta þremur pílum í tvöfaldan reit í sautján tilraunum. Já, sautján. LITTLER LEADS VAN GERWEN 4-0!Luke Littler is absolutely FLYING here!Van Gerwen's doubling woes resurface in the closing stages of set four, and Littler punishes to establish a four-set lead!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/f6mMatjtut— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Van Gerwen vaknaði loksins til lífsins í fimmta setti þar sem hann vann fyrsta legg. Littler jafnaði þegar hann tók út 130, en Van Gerwen bætti um betur í fjórða legg þar sem hann tók út 132 og vann loksins sitt fyrsta sett, staðan 4-1. Littler og Van Gerwen unnu svo sitt settið hvor fyrir næsta hlé þar sem Littler komst í 5-1 áður en Van Gerwen minnkaði muninn á ný í 5-2 með góðu útskoti í toppinn. Littler lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann öruggan 3-0 sigur í áttunda setti, kom sér í 6-2 og var þá aðeins einu setti frá sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Van Gerwen gerði svo vel þegar hann vann næsta sett, en þá var það bara orðið of seint. Littler kláraði næsta sett örugglega, 3-0, og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn með 7-3 sigri, hans fyrsta heimsmeistaratitill á ferlinum. HISTORY. MADE. 🏆LUKE LITTLER HAS DONE IT!!!He is crowned the youngest ever champion as he wins the 2024/25 @paddypower World Darts Championship!A special talent. pic.twitter.com/HVI8KtWrhh— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Vísir var með beina textalýsingu frá viðureigninni og má sjá hana hér fyrir neðan.
Viðureignin var í beinni útsendingu á Vodafone Sport og hófst klukkan 20. Beina textalýsingu frá leiknum má sjá hér að neðan. Littler, sem er aðeins 17 ára, var í úrslitaleiknum annað árið í röð eftir að hafa tapað fyrir Luke Humphries fyrir ári. Van Gerwen er þrefaldur heimsmeistari en hann vann titilinn árin 2014, 2017 og 2019. Þrátt fyrir að vera tveir af bestu pílukösturum heims virtust þeir félagarnir vera nokkuð stressaðir í upphafi leiks. Meðaltal beggja var undir 90 og fátt um fína drætti í fyrsta setti. Littler hélt þó ró sinni í útskotunum, eitthvað sem Van Gerwen tókst ekki, og sá fyrrnefndi kom sér yfir með 3-1 sigri í fyrsta setti. FIRST SET TO LITTLER!Luke Littler wraps up the opening set against the darts!The 17-year-old sensation converts a trademark two-dart 80 finish to lead Van Gerwen 1-0!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/YLlZbDKWow— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Littler hafði svo mikla yfirburði í öðru setti þar sem hann vann alla þrjá leggina og kom sér í 2-0. Van Gerwen gekk því hugsi út af sviðinu í smá pásu, sem hann þurfti klárlega á að halda til að reyna að rétta sig af. Pásan gerði þó ekki mikið fyrir þrefalda heimsmeistarann því eftir hlé var meira af því sama. Littler virtist ekki geta klikkað á útskoti, en í þau fáu skipti sem Van Gerwen fékk tækifæri til að klára legg klikkaði hann. Littler kláraði þriðja settið 3-1 og setti svo tóninn í fjórða settinu með því að taka út 70 með einni pílu í búllið og annarri í tvöfaldan tíu. Van Gerwen náði að stela einum legg í settinu, en klikkaði svo heldur betur á útskoti í fjórða legg og Littler tók settið og komst í 4-0. Michael van Gerwen var á þessum tímapunkti aðeins búinn að hitta þremur pílum í tvöfaldan reit í sautján tilraunum. Já, sautján. LITTLER LEADS VAN GERWEN 4-0!Luke Littler is absolutely FLYING here!Van Gerwen's doubling woes resurface in the closing stages of set four, and Littler punishes to establish a four-set lead!📺 https://t.co/pIQvhqYxEj#WCDarts | Final pic.twitter.com/f6mMatjtut— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Van Gerwen vaknaði loksins til lífsins í fimmta setti þar sem hann vann fyrsta legg. Littler jafnaði þegar hann tók út 130, en Van Gerwen bætti um betur í fjórða legg þar sem hann tók út 132 og vann loksins sitt fyrsta sett, staðan 4-1. Littler og Van Gerwen unnu svo sitt settið hvor fyrir næsta hlé þar sem Littler komst í 5-1 áður en Van Gerwen minnkaði muninn á ný í 5-2 með góðu útskoti í toppinn. Littler lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann öruggan 3-0 sigur í áttunda setti, kom sér í 6-2 og var þá aðeins einu setti frá sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Van Gerwen gerði svo vel þegar hann vann næsta sett, en þá var það bara orðið of seint. Littler kláraði næsta sett örugglega, 3-0, og tryggði sér þar með heimsmeistaratitilinn með 7-3 sigri, hans fyrsta heimsmeistaratitill á ferlinum. HISTORY. MADE. 🏆LUKE LITTLER HAS DONE IT!!!He is crowned the youngest ever champion as he wins the 2024/25 @paddypower World Darts Championship!A special talent. pic.twitter.com/HVI8KtWrhh— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2025 Vísir var með beina textalýsingu frá viðureigninni og má sjá hana hér fyrir neðan.
Pílukast Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax Magnús Eyjólfsson er látinn Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins Sjá meira