Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2025 12:00 Michael van Gerwen mætir Callan Rydz í átta manna úrslitum í dag. Vísir/Getty Átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti fara fram í Alexandra Palace í London í dag. Þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen verður þar í eldlínunni en hann skaut fast á Peter „Snakebite“ Wright og ungstirnið Luke Littler fyrir viðureignir dagsins. Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“ Pílukast Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Margir bíða spenntir eftir átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fara fram í Alexandra Palace í dag og kvöld. Heimsmeistarinn Luke Humphries er úr leik eftir tap gegn hinum gamalreynda Peter „Snakebite“ Wright en Wright mætir Stephen Bunting í kvöld. Luke Littler og Nathan Aspinall mætast einnig í kvöld en átta manna úrslitin hefjast klukkan 12:30 þar sem Chris Dobey mætir Gerwyn Price og Michael van Gerwen keppir við Callan Rydz. Allar viðureignirnar verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Þrefaldi heimsmeistarinn van Gerwen er af mörgum talinn sigurstranglegur á mótinu en hann skaut fast á Peter Wright fyrir viðureignir dagsins og tjáði sig sömuleiðis um frammistöðu hins sautján ára gamla Littler á mótinu til þessa. „Á hverju ári á heimsmeistaramótinu segir hann svo mikla vitleysu,“ sagði van Gerwen um Wright en sá síðarnefndi sagði eftir sigurinn gegn Luke Humphries að andstæðingur van Gerwen, Callan Rydz, væri sigurstranglegastur á mótinu og að hann sjálfur væri til í að spila eins og hann. „Hann fær alltaf að segja eitthvað bull. Það tekur hann enginn alvarlega á mótaröðinni heldur því hann fær ekki að hafa skoðun heima hjá sér,“ hélt van Gerwen áfram og virðist ekki vera mikill aðdáandi hins skrautlega Wright. „Margir búast við miklu af honum“ Fari Michael van Gerwen alla leið í úrslitaleik heimsmeistaramótsins gæti hann mætt Luke Littler í úrslitunum. Littler tapaði úrslitaleiknum gegn Luke Humphries í fyrra en Littler er fæddur árið 2007 og hefur komið eins og stormsveipur hinn í pílukastheiminn. Littler hefur tapað fimm settum á mótinu, aðeins einu færra en hann gerði í leikjum sínum fram að úrslitaleiknum á mótinu í fyrra. „Ég held að vonbrigði mótsins hingað til sé Luke Littler,“ sagði van Gerwen. „Margir búast við miklu af honum, það er ástæðan fyrir því að hann er ekki 100%.“
Pílukast Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Fleiri fréttir Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Dagskráin: Formúluæfingar á Silverstone, pílukast og golf Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira