Vann nauman sigur með geitung í hárinu Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2024 17:23 Callan Rydz lét það ekki trufla sig að fá geitung í hárið, jafnvel þó að hann væri þar í dágóðan tíma. Getty/Skjáskot Callan Rydz má prísa sig sælan að vera kominn áfram í átta manna úrslitin á HM í pílukasti, eftir 4-3 sigur gegn Rob Owen í dag. Geitungur gerði sig heimakominn í hári Rydz í miðjum leik. Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce Pílukast Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira
Englendingarnir Rydz, Nathan Aspinall og Chris Dobey eru allir komnir áfram í átta manna úrslitin sem fram fara á nýársdag. Sextán manna úrslitunum lýkur í kvöld þegar menn á borð við Luke Littler og Michael van Gerwen stíga á svið en bein útsending hefst á Vodafone Sport klukkan 18:55. Rydz tapaði fyrstu tveimur settunum gegn Owen í dag, og spurning hvort það hafi haft einhver áhrif á Rydz að vera með geitunginn í hárinu. Hann náði hins vegar að vinna næstu þrjú sett og hafði svo að lokum betur í oddasettinu sem hann vann 3-1. Owen fór illa með sín tækifæri til að vinna fleiri leggi og var með 28% hittni í útskotum gegn 43% hjá Rydz. Sigur Aspinall á Þjóðverjanum Ricardo Pietreczko var mun öruggari en sá þýski náði sér aldrei á strik og var með meðalskor upp á 78,46 sem telst ansi lítið á þessu stigi mótsins. Aspinall vann leikinn 4-0 en hann var með meðalskor upp á 94,28. Næsti mótherji Aspinall verður svo Luke Littler eða Ryan Joyce. Fyrsti leikur dagsins var svo á milli Dobey og Hollendingsins Kevin Doets en eftir mikla spennu vann Dobey þar 4-3 sigur, með því að vinna síðustu tvö settin, bæði 3-1. Dobey mætir Gerwyn Price á nýársdag í átta manna úrslitunum. Í kvöld eru svo þessir þrír leikir á dagskrá: Stephen Bunting - Luke Woodhouse Michael van Gerwen - Jeffrey de Graaf Luke Littler - Ryan Joyce
Pílukast Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Fleiri fréttir „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sjá meira