Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 11:33 Hlaupakonan Marthe Katrine Myhre vann til fjölda verðlauna á sínum ferli. Instagram/@marthekatrine Norska hlaupakonan Marthe Katrine Myhre, sem varð meðal annars Noregsmeistari í maraþoni fimm sinnum, er látin, aðeins 39 ára gömul. „Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar. Hlaup Andlát Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira
„Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Hlaup Andlát Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Sjá meira