Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 13:34 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Greiningardeild Ríkislögreglustjóra hefur lokið skoðun sinni á máli Gunnars Bergmanns Jónssonar, sem varðar leynilegar upptökur á Edition-hótelinu. Niðurstaðan er sú að ekki sé grundvöllur til að opna formlega rannsókn á málinu. Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Þetta segir í svari embættisins við fyrirspurn Vísis. Þar segir jafnframt að embættið muni ekki tjá sig frekar um niðurstöðu skoðunarinnar. Gripinn við að tala óvarlega um fyrirætlanir föður síns Málið hefur verið talsvert á milli tannanna á fólki eftir Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu og faðir Gunnars Bergmanns, vakti athygli á því í færslu á Facebook. Það gerði hann áður en Heimildin birti umfjöllun sína sem byggði á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og fyrrverandi framkvæmdastjóra Félags hrefnuveiðimanna. Í upptökunum sést og heyrist Gunnar Bergmann tala fjálglega um meint afskipti föður hans af veitingu leyfis til hvalaveiða. Hann sagði til að mynda að faðir sinn hefði fallist á að taka fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Kraganum gegn því að fá stöðu í matvælaráðuneytinu. Þar hafi hann ætlað að veita „vini sínum“ Kristjáni Loftssyni leyfi til hvalveiða. Gunnar Bergmann boðaður í viðtal Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að Gunnar Bergmann hafi verið boðaður í viðtal hjá lögreglunni daginn sem Heimildin birti umfjöllun sína. Fréttastofa sendi fyrirspurn til Ríkislögreglustjóra vegna málsins í daginn eftir til að óska eftir upplýsingum um hvort málið hefði verið kært eða hvort ríkislögreglustjóri hyggðist hefja frumkvæðisrannsókn í málinu. Í svari embættisins kom fram að greiningardeild Embættis ríkislögreglustjóra rannsaki brot sem varða landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum eins og þau eru skilgreind í X. og XI. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Brot gegn XXV. kafla hegningarlaga væru rannsökuð af lögreglu í því umdæmi sem brot eiga sér stað. Þá hafi embættið ekki verið með umrætt mál til rannsóknar en myndi kanna málsatvik sem varða meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Nú er þeirri skoðun lokið og frekar verður ekki aðhafst vegna málsins. Engin svör fengist frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Brot samkvæmt XXV. kafla almennra hegningalaga varða ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Þar segir meðal annars að hver sem brýtur gegn friðhelgi einkalífs annars með því að hnýsast í, útbúa, afla, afrita, sýna, skýra frá, birta eða dreifa í heimildarleysi skjölum, gögnum, myndefni, upplýsingum eða sambærilegu efni um einkamálefni viðkomandi, hvort heldur sem er á stafrænu eða hliðrænu formi, skuli sæta sektum eða fangelsi allt að einu ári, enda sé háttsemin til þess fallin að valda brotaþola tjóni. Vísir sendi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrirspurn í gær þar sem falast var eftir svörum um það hvort embættinu hefði borist kæra vegna máls Gunnars Bergmanns og eftir atvikum hvort rannsókn á málinu væri hafin. Þeirri fyrirspurn hefur ekki verið svarað.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglumál Hvalveiðar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira