Símtölum í hjálparlínuna fjölgaði mikið eftir dóm Conors McGregor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2024 08:40 Conor McGregor mætti fyrir dómstólinn með konu sinni Dee Devlin en mikill fjöldi fjölmiðlamanna beið eftir honum. Getty/David Fitzgerald Fórnarlömb kynferðisbrota á Írlandi hafa komið fram í miklum mæli eftir að kona hafði betur í dómsmáli gegn einum frægasta íþróttamanni Íra. Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024 MMA Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handbolti Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Íslenski boltinn Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Körfubolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Golf Fleiri fréttir Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Verið meiddur í fjögur og hálft ár Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Í árs bann fyrir óhófleg svipuhögg Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp Liðsfélagi Alberts laus af gjörgæslu Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Settu leikmann í bann fyrir að neita að spila Dagskráin í dag: Hlaðborð af körfubolta „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Sjá meira
Bardagakappinn Conor McGregor var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun í einkamáli sem var höfðað gegn honum vegna kynferðisbrots sem Írinn framdi árið 2018. McGregor þarf að greina fórnarlambinu 250 þúsund pund eða rúmlega 36 milljónir íslenskra króna í skaðabætur. Breska ríkisútvarpið segir frá því að símtölum í hjálparlínu fórnarlamba kynferðisbrota hafi fjölgað mjög mikið eftir að dómurinn féll. Dómstóll í Dublin komst að því að McGregor hafi brotið á Nikitu Hand í hótelherbergi hennar í desember fyrir sex árum síðan. „Sama hversu hræddur þú ert við að stíga fram og segja frá því hvað gerðist, þá hefur þú rödd,“ sagði Nikita eftir að dómur var kveðinn. Barátta hennar fyrir réttlæti hefur aukið trú fórnarlamba á að það borgi sig að segja frá eða leita sér aðstoðar. Í framhaldinu hafa verslunarkeðjur gefið það út að þær ætli að hætta að selja vörur sem eru tengdar McGregor eins og sem dæmi vörur írska viskíframleiðandans Proper No. Twelve. Rachel Morrogh er yfirmaður hjá neyðarlínunni og hún segir frá miklum viðbrögðum við dómnum. „Á fyrstu sex klukkutímunum eftir að dómurinn féll á föstudaginn þá ruku símtölin upp um 150 prósent,“ sagði Morrogh. Hún ræðir mikilvægi þess að skömmin sé hjá gerendum en ekki fórnarlömbunum og þessi dómur hafi hjálpað við gefa fórnarlömbum sjálfstraust til að koma fram. Rape helpline calls almost doubled after McGregor case https://t.co/ZXezC5NR5C— BBC News (UK) (@BBCNews) November 26, 2024
MMA Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handbolti Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Íslenski boltinn Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Körfubolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Golf Fleiri fréttir Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Verið meiddur í fjögur og hálft ár Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Spilaði tímamótaleik en endaði í óvinsælum hóp með Carra og Faes Nicolas Jover er nýja hetjan hjá Arsenal Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Í árs bann fyrir óhófleg svipuhögg Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Ten Hag gæti orðið samstarfsmaður Klopp Liðsfélagi Alberts laus af gjörgæslu Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins „Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Settu leikmann í bann fyrir að neita að spila Dagskráin í dag: Hlaðborð af körfubolta „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Sjá meira