„Þessi strákur er bara algjört grín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 19:47 Luke Littler spilaði frábærlega í mótinu og vann mjög sannfærandi sigur. Getty/Justin Setterfield Táningurinn Luke Littler er ekkert að gefa eftir í pílukastinu. Nú styttist í heimsmeistaramótið og Luke sýndi að hann er í flotti formi þegar fagnaði tímamótasigri í gær eftir stórbrotna frammistöðu. Hinn sautján ára gamli Littler vann afar öruggan sigur á Martin Lukeman í úrslitaleik „Grand Slam of Darts“ mótsins. Littler vann úrslitaleikinn 16-3 en það tók hann aðeins 34 mínútur og 43 sekúndur að tryggja sér sigurinn í gullleiknum. Meðaltal hans var upp á 107,08 og hann var með 45,7 prósent árangur við að klára sett með því að hitta í tvöfaldan reit. Lukeman var felmtri sleginn í viðtali eftir leikinn enda átti hann ekki möguleika í Littler í slíku stuði. „Hann fékk sér orkudrykk, máltíð dagsins, kurrý, nammibita og mætir síðan og fer svona með mig. Þessi strákur er bara algjört grín,“ sagði Martin Lukeman. „Ég tek hatt minn ofan fyrir honum. Hann er algjörlega stórkostlegur og ég óska honum alls hins besta,“ sagði Lukeman. „Þessi strákur er bara öðruvísi. Hann er enginn Michael van Gerwen. Ef hann heldur haus þá getum við gleymt því að hann sé eitthvað að pæla í metum Van Gerwen því þá verður hann að taka metin af Phil Taylor,“ sagði Lukeman. „Ef hann heldur sér frá drykkju og kvenfólki og öðru slíku þá getur þessi strákur náð mjög mjög langt,“ sagði Lukeman. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Pílukast Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Hinn sautján ára gamli Littler vann afar öruggan sigur á Martin Lukeman í úrslitaleik „Grand Slam of Darts“ mótsins. Littler vann úrslitaleikinn 16-3 en það tók hann aðeins 34 mínútur og 43 sekúndur að tryggja sér sigurinn í gullleiknum. Meðaltal hans var upp á 107,08 og hann var með 45,7 prósent árangur við að klára sett með því að hitta í tvöfaldan reit. Lukeman var felmtri sleginn í viðtali eftir leikinn enda átti hann ekki möguleika í Littler í slíku stuði. „Hann fékk sér orkudrykk, máltíð dagsins, kurrý, nammibita og mætir síðan og fer svona með mig. Þessi strákur er bara algjört grín,“ sagði Martin Lukeman. „Ég tek hatt minn ofan fyrir honum. Hann er algjörlega stórkostlegur og ég óska honum alls hins besta,“ sagði Lukeman. „Þessi strákur er bara öðruvísi. Hann er enginn Michael van Gerwen. Ef hann heldur haus þá getum við gleymt því að hann sé eitthvað að pæla í metum Van Gerwen því þá verður hann að taka metin af Phil Taylor,“ sagði Lukeman. „Ef hann heldur sér frá drykkju og kvenfólki og öðru slíku þá getur þessi strákur náð mjög mjög langt,“ sagði Lukeman. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Pílukast Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita