Nítján ára skíðakona látin eftir slys á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2024 06:33 Matilde Lorenzi hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt í næsta mánuði. x Ítalska skíðakonan Matilde Lorenzi lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa fallið illa á æfingu. Lorenzi var enn bara nítján ára gömul en hún hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt 15. nóvember næstkomandi. Slysið varð á æfingu á norður Ítalíu. Lorenzi var efnileg skíðakona en hún féll mjög illa í G1 brekkunni á Val Senales skíðasvæðinu í suður Týrol. Lorenzi missti stjórn á sér í ferð niður brekkuna og skall mjög illa með höfuðið í harðan snjóinn. Henni var strax komið til bjargar og flutt á sjúkrahús en það var strax ljóst að meiðsli hennar voru mjög alvarleg. Seinna bárust síðan fréttir af því að ekki hafi tekist að bjarga lífi hennar á sjúkrahúsinu. Meðal þeirra sem sendu samúðarkveðjur var bandaríska skíðagoðsögnin Lindsey Vonn. „Þetta er mjög sorglegt og mikill missir. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar,“ skrifaði Lindsey Vonn í sögu á Instagram reikningi sínum. Það eru fleiri skíðastjörnur sem hafa minnst hennar eins og ítalski Ólympíufarinn Luca De Aliprandini, spænski Ólympíufarinn Juan del Campo og svissneski Ólympíufarinn Michelle Gisin. Það gerði líka hin bandaríska stórstjarnan Mikaela Shiffrin. „Sendi alla mína ást til fjölskyldu hennar, vina og liðsfélaga,“ skrifaði Shiffrin. Lorenzi var ítalskur unglingameistari á síðasta ári og hún endaði í sjötta sæti í bruni á HM unglinga í fyrra og í áttunda sæti í stórsvigi. Hún sérhæfði sig í hraðagreinunum. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Skíðaíþróttir Andlát Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Lorenzi var enn bara nítján ára gömul en hún hefði haldið upp á tvítugsafmælið sitt 15. nóvember næstkomandi. Slysið varð á æfingu á norður Ítalíu. Lorenzi var efnileg skíðakona en hún féll mjög illa í G1 brekkunni á Val Senales skíðasvæðinu í suður Týrol. Lorenzi missti stjórn á sér í ferð niður brekkuna og skall mjög illa með höfuðið í harðan snjóinn. Henni var strax komið til bjargar og flutt á sjúkrahús en það var strax ljóst að meiðsli hennar voru mjög alvarleg. Seinna bárust síðan fréttir af því að ekki hafi tekist að bjarga lífi hennar á sjúkrahúsinu. Meðal þeirra sem sendu samúðarkveðjur var bandaríska skíðagoðsögnin Lindsey Vonn. „Þetta er mjög sorglegt og mikill missir. Ég sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar,“ skrifaði Lindsey Vonn í sögu á Instagram reikningi sínum. Það eru fleiri skíðastjörnur sem hafa minnst hennar eins og ítalski Ólympíufarinn Luca De Aliprandini, spænski Ólympíufarinn Juan del Campo og svissneski Ólympíufarinn Michelle Gisin. Það gerði líka hin bandaríska stórstjarnan Mikaela Shiffrin. „Sendi alla mína ást til fjölskyldu hennar, vina og liðsfélaga,“ skrifaði Shiffrin. Lorenzi var ítalskur unglingameistari á síðasta ári og hún endaði í sjötta sæti í bruni á HM unglinga í fyrra og í áttunda sæti í stórsvigi. Hún sérhæfði sig í hraðagreinunum. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Skíðaíþróttir Andlát Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira