Þorleifur bakgarðshlaupari sofnaði á hlaupum í miðri braut Aron Guðmundsson skrifar 23. október 2024 10:02 Þorleifur og Marlena á harða spretti í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdalnum sportmyndir.is/Guðmundur Freyr Jónsson Þorleifur Þorleifsson sigraði Íslandshluta HM landsliða í bakgarðshlaupum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags á nýju Íslandsmeti. Alls hljóp Þorleifur rúma 415 kílómetra eða 62 hringi, lengst af vakandi en nokkra metra tók hann sofandi. Sextíu og þrjú landslið skráðu sig til leiks á þetta HM landsliða í bakgarðshlaupum og var Þorleifur einn af fimmtán fulltrúum Íslands á mótinu. Íslenska landsliðið hljóp í Elliðaárdalnum fyrir nýafstaðið bakgarðshlaup stóð Íslandsmetið í 57 hringjum og var sett af Mari Jarsk en þau Þorleifur, Andri Guðmundsson, Elísa Kristinsdóttir og Marlena Radzizewska slógu met Mari saman en svo fóru þau hvert af öðru að heltast úr lestinni. Eins og gefur augaleið fylgir því gríðarlega mikið álag að ná svona langt í bakgarðshlaupi þar sem að keppendur þurfa að klára rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund á hverri klukkustund þar sem að ræst er út í hvern hring á heila tímanum. Þorleifur stefndi á að ná langt í nýafstöðnu hlaupi. Ná aftur titlinum Íslandsmethafi. Titil sem hann hafði fyrr á árinu áður en Mari sló þáverandi Íslandsmet hans í maí síðastliðnum. „Þú verður að hafa trú á verkefninu. Þetta er einhvers staðar á bilinu 80-120% andlegt verkefni. Ef maður er að fara miða við fyrstu hringina þá er maður alveg klár á því að maður er aldrei að fara ná Íslandsmetinu. Þá er maður orðinn þreyttur og hauslaus. Þetta er upp og niður ferðalag. Einn hringinn hefur maður enga trúi en svo kemur annar hringur og þá hefur með fulla trú. Þetta snýst bara um að halda áfram og á meðan að skrokkurinn er í lagi þá heldur maður áfram. Ég mætti inn í hlaupið núna mjög vel undirbúinn. Hafði trú á því að ég gæti sett nýtt Íslandsmet. Ég var bara ákveðinn í því að fara bara sem lengst og standa einn eftir.“ „Haltu í mig, ég ætla að reyna sofna smá“ Það gengur á ýmsu á meðan á hlaupinu stendur og þegar að langt var liðið á það var þreytan orðin svo mikil hjá Þorleifi að hann sofnaði á hlaupum. „Þetta gerðist í nótt númer tvö í hlaupinu. Þá erum við að hlaupa næturbrautina og erum á leiðinni til baka og ætli það séu ekki eitthvað um tveir kílómetrar eftir af þeim hring þegar að ég finn sterkt fyrir því að ég er orðinn rosalega þreyttur. Það hefur komið fyrir í þessum hlaupum að fólk sofnar á hlaupum og endar úti í skurði en þegar að maður er að hlaupa á góðu malbiki, eins og var raunin á þessum næturhringjum, þá geturðu lokað augunum. Svo fann ég bara að ég sofnaði í pínu stund. Á þeim tímapunkti sé ég Marlenu rétt á undan mér og ég hleyp til hennar. Set handlegginn utan um hana og segi við hana: „ég er alveg að sofna hérna, haltu í mig og ég ætla aðeins að reyna sofna smá.“ Marlena og Þorleifur náðu að vinna vel saman í nýafstöðnu bakgarðshlaupi og bættu bæði sitt persónulega met.sportmyndir.is/Guðmundur Freyr Jónsson Marlena sýndi Þorleifi fullan skilning og hjálpaði honum með það að geta lygnt aftur augunum á hlaupum og smá stund. „Ég veit ekki hvort að við hlupum svona saman í þrjár sekúndur eða þrjátíu sekúndur. En ég allavegna næ að festa svefn og svo vakna ég. Þá finn ég sterkt fyrir því að þurfa komast í mark til þess að geta lagt mig fyrir næsta hring. Á þeim tímapunkti fæ ég bara einhvern þvílíkan kraft og hleyp þessa síðustu tvo kílómetra á cirka 5:00 pace-i. Til samanburðar erum við eiginlega aldrei að hlaupa kílómeter á undir 6:00 í pace-i. Ég fer inn og beint upp á nuddbekk sem við höfðum í aðstöðunni. Lagðist þar á koddann og steinsofnaði í tíu mínútur.“ Brot úr viðtalinu við Þorleif sem sýnt var í Sportpakkanum í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan: Bakgarðshlaup Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Sextíu og þrjú landslið skráðu sig til leiks á þetta HM landsliða í bakgarðshlaupum og var Þorleifur einn af fimmtán fulltrúum Íslands á mótinu. Íslenska landsliðið hljóp í Elliðaárdalnum fyrir nýafstaðið bakgarðshlaup stóð Íslandsmetið í 57 hringjum og var sett af Mari Jarsk en þau Þorleifur, Andri Guðmundsson, Elísa Kristinsdóttir og Marlena Radzizewska slógu met Mari saman en svo fóru þau hvert af öðru að heltast úr lestinni. Eins og gefur augaleið fylgir því gríðarlega mikið álag að ná svona langt í bakgarðshlaupi þar sem að keppendur þurfa að klára rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund á hverri klukkustund þar sem að ræst er út í hvern hring á heila tímanum. Þorleifur stefndi á að ná langt í nýafstöðnu hlaupi. Ná aftur titlinum Íslandsmethafi. Titil sem hann hafði fyrr á árinu áður en Mari sló þáverandi Íslandsmet hans í maí síðastliðnum. „Þú verður að hafa trú á verkefninu. Þetta er einhvers staðar á bilinu 80-120% andlegt verkefni. Ef maður er að fara miða við fyrstu hringina þá er maður alveg klár á því að maður er aldrei að fara ná Íslandsmetinu. Þá er maður orðinn þreyttur og hauslaus. Þetta er upp og niður ferðalag. Einn hringinn hefur maður enga trúi en svo kemur annar hringur og þá hefur með fulla trú. Þetta snýst bara um að halda áfram og á meðan að skrokkurinn er í lagi þá heldur maður áfram. Ég mætti inn í hlaupið núna mjög vel undirbúinn. Hafði trú á því að ég gæti sett nýtt Íslandsmet. Ég var bara ákveðinn í því að fara bara sem lengst og standa einn eftir.“ „Haltu í mig, ég ætla að reyna sofna smá“ Það gengur á ýmsu á meðan á hlaupinu stendur og þegar að langt var liðið á það var þreytan orðin svo mikil hjá Þorleifi að hann sofnaði á hlaupum. „Þetta gerðist í nótt númer tvö í hlaupinu. Þá erum við að hlaupa næturbrautina og erum á leiðinni til baka og ætli það séu ekki eitthvað um tveir kílómetrar eftir af þeim hring þegar að ég finn sterkt fyrir því að ég er orðinn rosalega þreyttur. Það hefur komið fyrir í þessum hlaupum að fólk sofnar á hlaupum og endar úti í skurði en þegar að maður er að hlaupa á góðu malbiki, eins og var raunin á þessum næturhringjum, þá geturðu lokað augunum. Svo fann ég bara að ég sofnaði í pínu stund. Á þeim tímapunkti sé ég Marlenu rétt á undan mér og ég hleyp til hennar. Set handlegginn utan um hana og segi við hana: „ég er alveg að sofna hérna, haltu í mig og ég ætla aðeins að reyna sofna smá.“ Marlena og Þorleifur náðu að vinna vel saman í nýafstöðnu bakgarðshlaupi og bættu bæði sitt persónulega met.sportmyndir.is/Guðmundur Freyr Jónsson Marlena sýndi Þorleifi fullan skilning og hjálpaði honum með það að geta lygnt aftur augunum á hlaupum og smá stund. „Ég veit ekki hvort að við hlupum svona saman í þrjár sekúndur eða þrjátíu sekúndur. En ég allavegna næ að festa svefn og svo vakna ég. Þá finn ég sterkt fyrir því að þurfa komast í mark til þess að geta lagt mig fyrir næsta hring. Á þeim tímapunkti fæ ég bara einhvern þvílíkan kraft og hleyp þessa síðustu tvo kílómetra á cirka 5:00 pace-i. Til samanburðar erum við eiginlega aldrei að hlaupa kílómeter á undir 6:00 í pace-i. Ég fer inn og beint upp á nuddbekk sem við höfðum í aðstöðunni. Lagðist þar á koddann og steinsofnaði í tíu mínútur.“ Brot úr viðtalinu við Þorleif sem sýnt var í Sportpakkanum í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan:
Bakgarðshlaup Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira