Tveir létust á HM í þríþraut Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 10:03 Í þríþraut er keppt í sundi, hjólreiðum og hlaupi. Myndin tengist fréttinni óbeint. Getty Tvö andlát vörpuðu skugga á lokakeppni heimsmótaraðarinnar í þríþraut sem fram fór í Torremolinos á Spáni um helgina. Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu. Þríþraut Andlát Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira
Mennirnir sem létust voru meðal keppenda í eldri aldursflokkum. Annar þeirra var 57 ára gamall Breti en nafn hans hefur ekki verið gert opinbert. Hann mun hafa fengið hjartaáfall. Hinn var Roger Mas Colomer, 79 ára gamall Mexíkói. Þeir kepptu í hálfri þríþraut, þar sem synda þarf 750 metra, hjóla 20 kílómetra og hlaupa 5 kílómetra. Bandaríkjamaðurinn Branden Scheel, keppandi og þjálfari í þríþraut, var á Spáni og hefur gagnrýnt alþóðaþríþrautarsambandið og mótshaldara harðlega vegna andlátanna. „Þið ættuð að skammast ykkar“ „Algjörlega brjálaður. Við ættum ekki að vera að missa íþróttafólk vegna andvaraleysis. Standið ykkur betur @worldtriathlon, þetta var viðbjóðslegt að sjá,“ sagði Scheel í myndbandi á Instagram. „Ég var að koma frá keppninni. Ég vil bara segja, alþjóðaþríþrautarsamband, að þetta var einhver versta lífvarsla, mesta meðvitundarleysi og mesta samskiptaleysi sem ég hef orðið vitni að í keppni, nokkurn tímann,“ sagði Scheel og bætti við: „Þarna var eldri maður sem var augljóslega að kalla eftir hjálp, nokkur hundruð jördum frá endamarkinu. Allir á ströndinni sáu það og allir voru að kalla eftir því að einhver færi til hans. Sá sem var á kajaknum tók ekki eftir neinu, og reri í burtu. Ekkert „jet ski“ sjáanlegt. Eftir tuttugu mínútur af hjartahnoði fór ég. Þetta er versta lið sem ég hef séð að störfum í vatninu. Þið ættuð að skammast ykkar. Eitthvað verður að breytast. Fólk ætti ekki að vera að deyja út af þríþraut.“ Alþjóða þríþrautarsambandið sendi frá sér tilkynningu og vottaði fjölskyldu og vinum mannanna samúð. Heimsmeistarar krýndir Þrátt fyrir andlátin var mótið klárað og varð ólympíumeistarinn Alex Yee heimsmeistari með því að ná þriðja sæti mótsins. Þetta er hans fyrsti heimsmeistaratitill. Yee kom inn í mótið með 428 stiga forskot á Frakkann Leo Bergere og vissi að það dygði að enda á meðal sex fremstu til að vinna heildarstigakeppnina. Hin franska Cassandre Beaugrand varð einnig heimsmeistari, eftir að hafa orðið ólympíumeistari í sumar. Beugrand var efst fyrir mótið á Spáni en vann þá keppni einnig, þrátt fyrir að villast af leið í 1.500 metra sundinu.
Þríþraut Andlát Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Sjá meira