Ósætti við úrelta löggjöf: „Sennilega eina þjóðin eftir í heiminum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. september 2024 07:33 Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum. Vísir/Einar Frumvarp hefur verið lagt fyrir Alþingi um að lögleiða atvinnuhnefaleika hérlendis en stundun íþróttarinnar var hér ólögleg með öllu í tæpa hálfa öld. Landsliðsþjálfari Íslands segir bannið byggt á mýtu og að heimilun atvinnumennsku myndi í raun auka öryggi keppenda. Áhugamannahnefaleikar hafa verið heimilaðir hér á landi frá árinu 2002 en áður höfðu hvers kyns hnefaleikar verið bannaðir með öllu frá árinu 1956. Atvinnumennska er enn með öllu óheimil samkvæmt löggjöfinni frá 2002. Íslendingar mega því ekki hafa atvinnu af hnefaleikum hér á landi. Atvinnumennirnir tveir sem Ísland á þurfa því að keppa erlendis og í gegnum erlent hnefaleikasamband. Kúba og Norður-Kórea voru í hópi með Íslandi sem þjóðir með álíka bann. Nýverið voru haldnir atvinnubardagar í báðum ríkjum og telur Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum, að Ísland standi nú eitt eftir á heimsvísu. „Í raun og veru er engin bein ástæða fyrir því hvers vegna og þetta hefur aldrei verið tekið fyrir. Við erum sennilega eina þjóðin eftir í heiminum sem leyfir ekki að neinu leyti atvinnuhnefaleika. Í raun og veru er þetta bara út af gamalli mýtu og hræðsla við eitthvað sem fólk þekkir ekki,“ segir Davíð Rúnar í samtali við íþróttadeild. Davíð stendur ár hvert við Icebox viðburðinum. Áhugi hefur verið fyrir atvinnumannaviðburðum hérlendis, sem gæti trekkt að stærri nöfn og meiri áhuga, en eins og sakir standa væri slíkur viðburður ólöglegur.Vísir/Arnar Segir mýtu um hætturnar Mýtan sem Davíð nefnir tengist hættunni sem stafi af hnefaleikum. Töluverð hætta er á höfuðmeiðslum sem geta haft mikil áhrif á heilsu keppenda. Dæmi eru um stórvægleg áhrif ítrekaðra höfuðhögga á íþróttafólk í mörgum greinum, til að mynda fótbolta, rúgbý og amerískum fótbolta, auk hnefaleika. Hann segir raunveruleikann aftur á móti þann að hugað sé betur að heilsu atvinnumanna heldur en áhugamanna. Heimilun atvinnumennsku geti því verkað til að auka öryggi hnefaleikafólks á Íslandi. „Munurinn á áhugamönnum og atvinnumönnum er orðinn svo lítill. Það er búið að taka höfuðhlífarnar af hjá fullorðnum. Reglurnar [sem varða öryggi og heilsu] eru miklu strangari í atvinnuhnefaleikum. Þú þarft að fara í gegnum heilaskanna, mikið læknaeftirlit og eftir bardaga er mikið athugað,“ segir Davíð en samkvæmt alþjóðlegu regluverki þarf atvinnufólk í greininni að fara í myndatöku á höfði árlega. „Á móti því að í áhugamannahnefaleikum er svona tiltölulega þægilegt lækniseftirlit. [Það er skrýtið] að leyfa ekki grein sem er með enn strangara utanumhald sem hefur sýnt að það gengur,“ segir Davíð. Hægt að bera sig saman við Noreg og Svíþjóð Þau Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru flutningsmenn frumvarps fyrir Alþingi þess efnis að atvinnuhnefaleikar verði leyfðir hér á landi. Sjá einnig: 119/155 frumvarp: hnefaleikar | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is) Málið var fyrst lagt fram í mars í fyrra en komst ekki að á þinginu á síðasta vetri. Davíð telur að málið fljúgi í gegn strax og það nær inn á þinggólf. „Ég held að ef þetta nær inn fer það alltaf í gegn. Það er engin ástæða yfir því að þetta fari ekki í gegn. Þetta er ætti að vera heldur fljótafgreitt,“ segir Davíð. „Við erum með lönd í kringum okkur, eins og til dæmis norska sambandið, sem er nýjasta sambandið í kringum okkur til að lögleiða hnefaleika. Við getum kóperað það sem þeir eru að gera, sama með Svíþjóð, það er ekki langt síðan að þeir lögleiddu þetta heldur,“ „Þetta er mjög svipað umhverfi. Við getum gert nákvæmlega það sem þeir eru að gera. Af hverju ekki?“ segir Davíð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Box Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjá meira
Áhugamannahnefaleikar hafa verið heimilaðir hér á landi frá árinu 2002 en áður höfðu hvers kyns hnefaleikar verið bannaðir með öllu frá árinu 1956. Atvinnumennska er enn með öllu óheimil samkvæmt löggjöfinni frá 2002. Íslendingar mega því ekki hafa atvinnu af hnefaleikum hér á landi. Atvinnumennirnir tveir sem Ísland á þurfa því að keppa erlendis og í gegnum erlent hnefaleikasamband. Kúba og Norður-Kórea voru í hópi með Íslandi sem þjóðir með álíka bann. Nýverið voru haldnir atvinnubardagar í báðum ríkjum og telur Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum, að Ísland standi nú eitt eftir á heimsvísu. „Í raun og veru er engin bein ástæða fyrir því hvers vegna og þetta hefur aldrei verið tekið fyrir. Við erum sennilega eina þjóðin eftir í heiminum sem leyfir ekki að neinu leyti atvinnuhnefaleika. Í raun og veru er þetta bara út af gamalli mýtu og hræðsla við eitthvað sem fólk þekkir ekki,“ segir Davíð Rúnar í samtali við íþróttadeild. Davíð stendur ár hvert við Icebox viðburðinum. Áhugi hefur verið fyrir atvinnumannaviðburðum hérlendis, sem gæti trekkt að stærri nöfn og meiri áhuga, en eins og sakir standa væri slíkur viðburður ólöglegur.Vísir/Arnar Segir mýtu um hætturnar Mýtan sem Davíð nefnir tengist hættunni sem stafi af hnefaleikum. Töluverð hætta er á höfuðmeiðslum sem geta haft mikil áhrif á heilsu keppenda. Dæmi eru um stórvægleg áhrif ítrekaðra höfuðhögga á íþróttafólk í mörgum greinum, til að mynda fótbolta, rúgbý og amerískum fótbolta, auk hnefaleika. Hann segir raunveruleikann aftur á móti þann að hugað sé betur að heilsu atvinnumanna heldur en áhugamanna. Heimilun atvinnumennsku geti því verkað til að auka öryggi hnefaleikafólks á Íslandi. „Munurinn á áhugamönnum og atvinnumönnum er orðinn svo lítill. Það er búið að taka höfuðhlífarnar af hjá fullorðnum. Reglurnar [sem varða öryggi og heilsu] eru miklu strangari í atvinnuhnefaleikum. Þú þarft að fara í gegnum heilaskanna, mikið læknaeftirlit og eftir bardaga er mikið athugað,“ segir Davíð en samkvæmt alþjóðlegu regluverki þarf atvinnufólk í greininni að fara í myndatöku á höfði árlega. „Á móti því að í áhugamannahnefaleikum er svona tiltölulega þægilegt lækniseftirlit. [Það er skrýtið] að leyfa ekki grein sem er með enn strangara utanumhald sem hefur sýnt að það gengur,“ segir Davíð. Hægt að bera sig saman við Noreg og Svíþjóð Þau Ágúst Bjarni Garðarsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru flutningsmenn frumvarps fyrir Alþingi þess efnis að atvinnuhnefaleikar verði leyfðir hér á landi. Sjá einnig: 119/155 frumvarp: hnefaleikar | Þingtíðindi | Alþingi (althingi.is) Málið var fyrst lagt fram í mars í fyrra en komst ekki að á þinginu á síðasta vetri. Davíð telur að málið fljúgi í gegn strax og það nær inn á þinggólf. „Ég held að ef þetta nær inn fer það alltaf í gegn. Það er engin ástæða yfir því að þetta fari ekki í gegn. Þetta er ætti að vera heldur fljótafgreitt,“ segir Davíð. „Við erum með lönd í kringum okkur, eins og til dæmis norska sambandið, sem er nýjasta sambandið í kringum okkur til að lögleiða hnefaleika. Við getum kóperað það sem þeir eru að gera, sama með Svíþjóð, það er ekki langt síðan að þeir lögleiddu þetta heldur,“ „Þetta er mjög svipað umhverfi. Við getum gert nákvæmlega það sem þeir eru að gera. Af hverju ekki?“ segir Davíð. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Box Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Í beinni: Bayern Munchen - Chelsea | Risaleikur á Allianz Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn