Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. september 2024 10:37 Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Æskuvinirnir og grínistarnir Steindi Jr. og Dóri DNA fara í sprenghlægilegt ferðalag um heiminn í nýjum þáttum sem bera heitið 1 stjarna. Þar prófa þeir verstu staði í heimi. Dóri segist hafa fengið nóg af Steinþóri og lýsir honum sem skelfilegum ferðafélaga á meðan Steindi heldur ekki vatni yfir Dóra. Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri. Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Vísir frumsýnir stiklu úr sjónvarpsþáttaröðinni sem fer í sýningu á Stöð 2 þann 4. október. Í þessum ferðaþáttum fylgjumst við með æskuvinunum og grínustunum úr Mosfellsbæ, þeim Steinda Jr og Dóra DNA, í ferðalagi þeirra um heiminn þar sem þeir kynnast öllu því slappasta, hallærislegasta og skrýtnasta sem hann hefur upp á að bjóða. Þættirnir eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Atlavík og í leikstjórn Hannesar Þórs Arasonar. „Frábærir ferðafélagar“ Steindi segir hugmyndina að þáttunum snúast í grunninn um að skoða staði í heiminum sem fá aðeins eina stjörnu í einkunn á ferðasíðum og svo framvegis. „Við gistum t.d á versta hosteli í heimi í Amsterdam, heimsóttum holræsasafn í París, fórum á æfingu hjá versta fótboltaliðinu í London og borðuðum á mörgum af verstu veitingastöðum í Evrópu,“ segir Steindi sem virðist þó afar ánægður með ferðalagið. „Við Dóri erum æskuvinir og ferðuðumst mikið saman á yngri árum. Í dag erum við næstum fertugir fjölskyldumenn. Fólk fær að vera flugur á vegg í raunverulegum vinskap í gegnum grátur og hlátur. Dóri er lúxusmaður, elskar góðan mat og gott vín en einnig er hann listaháskólagenginn. Í þessum þáttum fær hann hvorki að njóta góðs matar né upplifa hámenningu. Við erum frábærir ferðafélagar og ég held að hann hafi notið sín mjög vel að ferðast með mér og kryfja lágmenningu Evrópu,“ bætir hann við. „Hræðilegur ferðafélagi“ Dóri segir ferðlagið hafi reynt mikið á vinskapinn og lýsir Steinda sem skelfilegum ferðafélaga. „Það er náttúrulega skelfilegt að ferðast með Steinþóri. Hann er einhvern veginn óþægilegur kokteill af manni sem virðist aldrei hafa ferðast en er of sjálsöruggur. Hann hótar að missa af öllum flugvélum og er síðan hræddur við allt. Hvort sem það eru ósýnileg skordýr, fólk eða svæði. Ofan á allt þetta erum við að ferðast á skelfilega staði. Ég hélt að við værum að fara að gera netta ferðaþætti en hann vildi gera hræðilega hluti. Ég vildi til dæmis fara góðan ressa, en það var alls ekki þannig. Þegar við vorum við Eiffel-turninn í París, sem er geggjaður staður, vorum við að horfa á holræsakerfið að skoða kúka. Mér fannst þetta alveg to much á köflum,“ segir Dóri.
Bíó og sjónvarp 1 stjarna Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira