Raygun best í heiminum samkvæmt heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 07:33 Hin ástralska Raygun náði engum árangri á Ólympíuleikunum í París er samt best í heimi samkvæmt nýjasta heimslista Alþjóða dansambandsins. Getty/Elsa Nýr heimlisti breikdansara hefur vakið upp eina stóra spurningu. Þarftu ekki að ná árangri til að vera bestur í heimi? Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla. Dans Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Dagskráin: Stólarnir mæta til Keflavíkur og Extra-þáttur strax á eftir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Ástralski breikdansarinn Rachael "Raygun" Gunn sló í gegn á Ólympíuleikunum í París í síðasta mánuði þrátt fyrir að enda í síðasta sæti í keppninni. Sérstök tilþrif hennar og óvenjulegur breikdans fór á mikið flug á samfélagsmiðlum og eftir leikana vissu miklu fleiri hver Raygun var heldur en þær konur sem unnu til verðlauna á leikunum. Hún tapaði þó öllum sínum einvígum og endaði stigalaus. Sú eina sem var neðar en hún var sú sem var dæmd úr keppni. Technicality gives Raygun world number one ranking https://t.co/7oLR46Oy8x— BBC News (World) (@BBCWorld) September 11, 2024 Sporin, sem hún bauð upp í París, hafa verið endalaus uppspretta gríns á netinu og þótti sumum nóg um. Internetið fékk í það minnsta ekki nóg af Raygun en hver verður að dæma fyrir sig hvort grínið sé góðlátlegt eða rætið. Þrátt fyrir þennan slaka árangur hennar á Ólympíuleikunum þá er Raygun samt í efsta sæti nýjasta heimslista Alþjóða danssambandsins, World DanceSport Federation (WDSF), en hann hefur nú verið opinberaður fyrir september. Raygun er í efstu sætinu á undan þeim Riko frá Japan og Stefani frá Úkraínu. Hin 37 ára gamla Raygun tryggði sér þó ekki efsta sætið með frammistöðu sinni á Ólympíuleikunum og þetta er alls ekki vinsældakeppni. Stigin sem komu henni upp í efsta sætið voru stigin þúsund sem hún fékk fyrir sigur sinn í undankeppni Ólympíuleikanna í Eyjaálfu. Ólympíuleikarnir í París töldu víst ekki á þessum nýjasta lista og því eru verðlaunahafar Ólympíuleikanna, Ami "Ami" Yuasa, Dominika "Nicka" Banevic og Liu "671" Qingyi, hvergi sjáanlegar á listanum. Raygun kom fram opinberlega eftir leikanna og sagði frá öllu hatrinu sem hún hafði orðið fyrir og öllum leiðindunum frá nettröllum sem hún og fjölskylda hennar hafa þurft að þola eftir leikana. Hún sagðist líka að hún myndi ekki keppa aftur í bráð enda er hún aftur farin í starf sitt sem kennari í háskóla.
Dans Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Dagskráin: Stólarnir mæta til Keflavíkur og Extra-þáttur strax á eftir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira