Kína endaði enn og aftur með langflest verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 18:46 Kínverjar unnu til fjölda verðlauna í sundi, þar á meðal þrefalt í 50 metra baksundi í fötlunarflokki 5, þar sem þær Dong Lu, Shenggao He og Yu Lui stóðu sig best. Getty/Sean M. Haffey Kínverjar halda heim frá París með langflest verðlaun allra þjóða á Ólympíumóti fatlaðra, eða Paralympics, líkt og venja er orðin. Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira
Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Tindastóll vann Val í spennutrylli Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Sjá meira