Missti eiginkonu og fót í slysi en bar upp bónorð á ný í París Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 11:06 Alessandro Ossola fann ástina á ný hjá Arianna Mandaradoni sem var himinlifandi með bónorðið í París. Ítalski spretthlauparinn Alessandro Ossola bað kærustunnar sinnar strax eftir að hafa hlaupið 100 metra spretthlaup á Ólympíumóti fatlaðra í París, og hún sagði já. Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira
Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Sjá meira