Segir óeðlilegt að greiða 900.000 krónur fyrir vottun hlaupsins Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 13:09 Reykjavíkurmaraþonið fór fram í blíðviðri í ágúst. vísir/Viktor Freyr Íþróttabandalag Reykjavíkur og langhlaupanefnd Frjálsíþróttasamband Íslands hafa deilt um kostnað við vottun hlaupanna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og náðu ekki samkomulagi vegna 10 kílómetra hlaupsins í ár. Formaður ÍBR kallar eftir föstu verði fyrir vottun, burtséð frá fjölda keppenda. Deilan um vottun Reykjavíkurmaraþonsins hefur lengi staðið yfir en á endanum voru maraþon og hálft maraþon vottuð í ár, en ekki 10 kílómetra hlaupið. Það þýddi meðal annars að ungur Borgfirðingur fékk ekki aldursflokkamet sitt skráð í 10 kílómetra hlaupinu, en hann hefði slegið 24 ára met Kára Steins Karlssonar. Að fá vottun á 10 kílómetra hlaupinu hefði kostað um 900.000 krónur fyrir hlaupahaldara, þar sem FRÍ rukkar 150 krónur fyrir hvern keppanda, en hugsunin er sú að keppendur greiði sjálfir þennan kostnað og að það sé innifalið í mótsgjaldi. Ágreiningur um upphæðina „Það er mjög leiðinlegt að það hafi ekki verið klárað að votta þetta hlaup, svo að þessi árangur væri skráður. En þetta er sem sagt ákvörðun sem að frjálsíþróttasambandið tók á þingi hjá sér, um að hefja vottun þessara hlaupa, og um það hefur svo verið ákveðinn ágreiningur á milli okkar og þeirra um með hvaða hætti þetta fer fram,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Brot úr þættinum má heyra hér að neðan. „Við höfum haldið þennan viðburð í 40 ár. Staðan er sú að þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru samtals um 15 þúsund. Þar af eru um 1.500 í maraþoninu sjálfu, um 4.000 í hálfu maraþoni og 6.500 í 10 kílómetrum. Til þess að geta fengið vottað hlaup þurfum við, samkvæmt frjálsíþróttasambandinu, að rukka hvern einasta hlaupara sem skilar sér í endamark um 150 krónur. Við höfum ekki verið sátt við þetta,“ segir Ingvar. Hann bendir á að Reykjavíkurmaraþon sé á vissan hátt ekki dæmigert keppnishlaup. „Alltaf sagt að við viljum fá vottun“ „Reykjavíkurmaraþon hefur verið byggt upp með þeim hætti að vera ekki bara eitt best skipulagða keppnishlaup á Íslandi, sem ég fullyrði að það sé, heldur einnig einn albesti lýðheilsuviðburður sem til er. Fólk er að taka sig á, vill hlaupa sér til skemmtunar og við erum að hvetja fólk til að vera með þrátt fyrir að það sé kannski ekki til að keppa til tíma. Ofan á það bætist að við erum að hvetja fólk til að taka þátt í góðgerðastarfsemi sem er orðin sú stærsta á Íslandi. Á þessu ári söfnuðust yfir 250 milljónir til góðgerðafélaga, þar sem hver einasta króna skilar sér í kassa félaganna. Þetta er ofboðslega mikilvægur þáttur og ýtir líka undir þátttöku.“ Arnar Pétursson hljóp til sigurs í hálfmaraþoni og var sú vegalengd vottuð, svo árangurinn fæst skráður.vísir/Viktor Freyr En telur Ingvar þá að Reykjavíkurmaraþonið eigi að fá vottun án þess að greiða fyrir það? „Nei, alls ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum fá vottun. Það sem við höfum aftur á móti bent á er að á viðburði sem þessum sé kannski óeðlilegt að við séum, til dæmis í 10 kílómetra hlaupinu, að þá hefði vottun kostað okkur um 900.000 krónur,“ segir Ingvar. Kostnaðurinn er að mestu leyti vegna skráningar fyrir hvern keppanda í afrekaskrá. „Okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það sé verið að halda utan um afrekaskrá en það er óeðlilegt að til dæmis í 42 kílómetra hlaupi Félags maraþonhlaupara í vor hafi vottun kostað 32.500 krónur, miðað við þátttöku, á meðan að fjórum sinnum styttra hlaup hjá okkur kosti 900.000 krónur,“ segir Ingvar. „Okkur finnst bara fullkomlega eðlilegt að við greiðum fyrir vottun, eitthvert fast verð, því það er bara einhver ákveðinn tími sem fer í það að fara yfir gögnin. Við erum búin að segja það allan tímann,“ segir Ingvar og bendir á að á fyrsta fundi með frjálsíþróttasambandinu hafi gjaldið átt að vera 500 krónur fyrir hvern keppanda, í stað 150 núna. Viðtalið má heyra hér að ofan. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Deilan um vottun Reykjavíkurmaraþonsins hefur lengi staðið yfir en á endanum voru maraþon og hálft maraþon vottuð í ár, en ekki 10 kílómetra hlaupið. Það þýddi meðal annars að ungur Borgfirðingur fékk ekki aldursflokkamet sitt skráð í 10 kílómetra hlaupinu, en hann hefði slegið 24 ára met Kára Steins Karlssonar. Að fá vottun á 10 kílómetra hlaupinu hefði kostað um 900.000 krónur fyrir hlaupahaldara, þar sem FRÍ rukkar 150 krónur fyrir hvern keppanda, en hugsunin er sú að keppendur greiði sjálfir þennan kostnað og að það sé innifalið í mótsgjaldi. Ágreiningur um upphæðina „Það er mjög leiðinlegt að það hafi ekki verið klárað að votta þetta hlaup, svo að þessi árangur væri skráður. En þetta er sem sagt ákvörðun sem að frjálsíþróttasambandið tók á þingi hjá sér, um að hefja vottun þessara hlaupa, og um það hefur svo verið ákveðinn ágreiningur á milli okkar og þeirra um með hvaða hætti þetta fer fram,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Brot úr þættinum má heyra hér að neðan. „Við höfum haldið þennan viðburð í 40 ár. Staðan er sú að þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru samtals um 15 þúsund. Þar af eru um 1.500 í maraþoninu sjálfu, um 4.000 í hálfu maraþoni og 6.500 í 10 kílómetrum. Til þess að geta fengið vottað hlaup þurfum við, samkvæmt frjálsíþróttasambandinu, að rukka hvern einasta hlaupara sem skilar sér í endamark um 150 krónur. Við höfum ekki verið sátt við þetta,“ segir Ingvar. Hann bendir á að Reykjavíkurmaraþon sé á vissan hátt ekki dæmigert keppnishlaup. „Alltaf sagt að við viljum fá vottun“ „Reykjavíkurmaraþon hefur verið byggt upp með þeim hætti að vera ekki bara eitt best skipulagða keppnishlaup á Íslandi, sem ég fullyrði að það sé, heldur einnig einn albesti lýðheilsuviðburður sem til er. Fólk er að taka sig á, vill hlaupa sér til skemmtunar og við erum að hvetja fólk til að vera með þrátt fyrir að það sé kannski ekki til að keppa til tíma. Ofan á það bætist að við erum að hvetja fólk til að taka þátt í góðgerðastarfsemi sem er orðin sú stærsta á Íslandi. Á þessu ári söfnuðust yfir 250 milljónir til góðgerðafélaga, þar sem hver einasta króna skilar sér í kassa félaganna. Þetta er ofboðslega mikilvægur þáttur og ýtir líka undir þátttöku.“ Arnar Pétursson hljóp til sigurs í hálfmaraþoni og var sú vegalengd vottuð, svo árangurinn fæst skráður.vísir/Viktor Freyr En telur Ingvar þá að Reykjavíkurmaraþonið eigi að fá vottun án þess að greiða fyrir það? „Nei, alls ekki. Við höfum alltaf sagt að við viljum fá vottun. Það sem við höfum aftur á móti bent á er að á viðburði sem þessum sé kannski óeðlilegt að við séum, til dæmis í 10 kílómetra hlaupinu, að þá hefði vottun kostað okkur um 900.000 krónur,“ segir Ingvar. Kostnaðurinn er að mestu leyti vegna skráningar fyrir hvern keppanda í afrekaskrá. „Okkur finnst fullkomlega eðlilegt að það sé verið að halda utan um afrekaskrá en það er óeðlilegt að til dæmis í 42 kílómetra hlaupi Félags maraþonhlaupara í vor hafi vottun kostað 32.500 krónur, miðað við þátttöku, á meðan að fjórum sinnum styttra hlaup hjá okkur kosti 900.000 krónur,“ segir Ingvar. „Okkur finnst bara fullkomlega eðlilegt að við greiðum fyrir vottun, eitthvert fast verð, því það er bara einhver ákveðinn tími sem fer í það að fara yfir gögnin. Við erum búin að segja það allan tímann,“ segir Ingvar og bendir á að á fyrsta fundi með frjálsíþróttasambandinu hafi gjaldið átt að vera 500 krónur fyrir hvern keppanda, í stað 150 núna. Viðtalið má heyra hér að ofan.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira