Hlaupa Reykjavíkurmaraþonið saman í fertugasta sinn: „Við ætlum að byrja saman og enda saman“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 19:16 Þeir Ingvar Garðarsson og Jón Guðmundsson hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í fertugasta sinn á morgun. Vísir/Einar Reykjavíkurmaraþonið fer fram í fertugasta sinn á morgun. Tveir Íslendingar hafa tekið þátt í hverju einasta hlaupi hingað til og verður þar sannarlega ekki breyting á. Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Jón Guðmundsson og Ingvar Garðarsson munu báðir hlaupa í fertugasta sinn er Reykjavíkurmaraþonið fer fram á morgun. Það hefur gengið á ýmsu hjá þeim á árunum fjörutíu en þeir hafa ekki látið meiðsli eða annir stöðva sig frá því að taka þátt ár hvert. Maraþonið er fyrir þeim heilög stund. Margt hefur breyst á frá því árið 1984 þegar Reykjavíkurmaraþonið var fyrst haldið en menn voru litnir hornauga stundandi langhlaup á þeim tíma. „Ég var búinn að vera að hlaupa svolítið og þannig var að ég hljóp bara inni á Melavelli. Ég þorði ekki að láta sjá mig úti á meðal almennings að hlaupa. Það var flautað á mann og allskonar hrópað á eftir manni,“ segir Jón. Gerðu öll möguleg mistök og lentu á vegg Þá er hvað minnistæðast og erfiðast þegar menn lenda á veggnum fræga í miðju hlaupi. „Ég gerði öll mistök sem hægt var að gera. Ég drakk aldrei, stoppaði á engri drykkjarstöð og þá voru ekki komin þessi gel eða neitt eða klukkur þar sem maður getur séð allt. Svo bara allt í einu varð Jón Guðmundsson bensínlaus. En ég kom í mark,“ segir Jón og Ingvar tók undir. „Maður hugsar bara, ja, núna er ég að gera einhverja bölvaða vitleysu að fara svona langt. En svo þegar maður er kominn í mark eftir alla þjáninguna þá hugsar maður, já auðvitað fer maður næsta ár líka.“ Hlaupararnir hafa lært af mistökum sínum gegnum tíðina.vísir/einar Hleypur þrátt fyrir hjartaáfall Jón lenti í áfalli í vetur en gat með góðri aðstoð haldið áfram að æfa fyrir fertugasta hlaupið. „Ég fékk hjartaáfall í desember. Ég verð að segja það að það flaug í gegnum hausinn að nú dytti ég út og Ingvar yrði einn eftir í fertugasta hlaupinu. En með góðri aðstoð, og ég vil þakka þeim í HL-stöðinni fyrir góðar ráðleggingar, þó fólkið þar haldi verulega aftur af mér,“ sagði Jón sposkur. „Ég vil hlaupa miklu hraðar og miklu lengra. En kannski á ég eftir að gera það, maður veit það ekki.“ Byrja saman, enda saman og sýna samkennd Þeir félagar ætla að hlaupa hlið við hlið á morgun og njóta dagsins. „Við ætlum að byrja saman og enda saman. Í tilefni áfangans,“ sammæltust þeir um. „Það sem er svo gaman með okkur Ingvar, ef hann dytti út, mér þætti það afar slæmt,“ sagði Jón hlýlega. „Já og ég segi það sama,“ svaraði Ingvar þá um hæl. Þrátt fyrir að hafa hlaupið saman í áratugi hefur enginn rígur eða samkeppni myndast milli þeirra. „Alls ekki, samkennd. Við komum kannski jafnir í mark. Eigum við að reyna að fá sama tíma?“ Innslagið úr Sportpakkanum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Reykjavíkurmaraþoninu verður svo vel fylgt eftir á Vísi og í Sportpakkanum annað kvöld.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira