Teygjur Ólympíumeistarans ekki fyrir viðkvæma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 15:00 Rebeca Andrade með öll verðlaunin sem hún vann á Ólympíuleikunum í París. Getty/Michael Reaves Brasilíska fimleikakonan Rebeca Andrade var ein af stjörnum Ólympíuleikanna í París þar sem hún vann til fernra verðlauna. Liðleiki er lífsnauðsynlegur fimleikakonum og það þýðir líka krefjandi teygjuæfingar. Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024 Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Andrade vann gullverðlaun í æfingum á gólfi en varð í öðru sæti á eftir vinkonu sinni Simone Biles í bæði fjölþraut og í stökki. Andrade og félagar hennar í brasilíska liðinu fengu síðan brons í liðakeppninni. Andrade hafði unnið gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó og er nú orðin verðlaunahæsti íþróttamaður Brasilíumanna á Ólympíuleikum með alls sex verðlaunapeninga. Hún hefur einnig unnið níu verðlaun á heimsmeistaramótum. Hinni 25 ára gömlu Andrade tókst að verða að þessari miklu afrekskonu þrátt fyrir að alast upp í mikilli fátækt í Brasilíu. Hún lagði mikið á sig í að komast í hóp bestu fimleikakvenna heims. Það kostar blóð, svita og tár að komast svona langt og eitt af því sem fimleikafólkið þekkir út og inn er að láta teygja vel á sér. Andrade vildi sýna fylgjendum sínum teygjuæfingar sínar og það er óhætt að segja að þær séu ekki fyrir viðkvæma. Í myndbandinu sést þjálfari hennar meðal annars liggja ofan á henni og spenna hana til og frá. Sjón er sögu ríkari því myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Alguém aí precisando de um alongamento nível Rebeca Andrade? pic.twitter.com/aJpcAFGDTz— Lázaro Rosa 🇧🇷 (@lazarorosa25) August 20, 2024
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira