Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 08:00 Marie-Jose Perec og Teddy Riner kveiktu Ólympíueldinn sem var samt enginn eldur eftir allt saman. Getty/Carl Recine Það er margt öðruvísi en við erum vön á þessum sumarólympíuleikum. París hefur farið nýjar leiðir á mörgum sviðum og lagt ofurkapp á það að gera þessa leika að umhverfisvænum og hagkvæmum Ólympíuleikum. Meðal þess sem er sérstakt við þessa leika er Ólympíueldurinn sem er kveiktur við upphaf leikanna og slökktur við lok þeirra. Ekki á Ólympíuleikvanginum Ólympíueldurinn er vanalega hluti af Ólympíuleikvanginum en þar sem setningarhátíðin fór fram á Signu í þessum leikum þá var hann ekki þar. Það þurfti því að hugsa út fyrir kassann þegar kom að sjálfum Ólympíueldinum. Það var stór stund á setningarhátíðinni þegar eldurinn sveif upp í loftið fyrir neðan risastóran loftbelg og það er endurtekið á hverju kvöldi þegar það dimmir. Eldurinn er staðsettur í Tuileries garðinum við hið heimsfræga Louvre safn í miðborg Parísar. Engar grillaðar dúfur Það muna kannski sumir eftir því þegar dúfurnar grilluðust þegar Ólympíueldurinn var kveiktur á leikunum í Seoul 1988 en það er enginn hætta á slíku núna. Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun ekki eldur. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Ólympíueldurinn er ekki eldur. LED ljós og úðakerfi sem sprautar vatni úr öllum áttum er hannað þannig að það lítur út fyrir að þarna sé eldur að brenna. Umhverfisvænt Vatnssprauturnar eru um tvö hundruð talsins og ljósin fjörutíu talsins. Skipuleggjendur leikanna segjast hafa farið þessa leið að umhverfisvænum ástæðum. Það breytir ekki því að þetta kemur mjög vel og það er stór stund á hverju kvöldi þegar eldurinn svífur upp í loftið við sólarlag. View this post on Instagram A post shared by SORTIRAPARIS 🇬🇧🇺🇸 (@sortiraparis.uk) Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Dagskráin: Stólarnir mæta til Keflavíkur og Extra-þáttur strax á eftir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar Sjá meira
Meðal þess sem er sérstakt við þessa leika er Ólympíueldurinn sem er kveiktur við upphaf leikanna og slökktur við lok þeirra. Ekki á Ólympíuleikvanginum Ólympíueldurinn er vanalega hluti af Ólympíuleikvanginum en þar sem setningarhátíðin fór fram á Signu í þessum leikum þá var hann ekki þar. Það þurfti því að hugsa út fyrir kassann þegar kom að sjálfum Ólympíueldinum. Það var stór stund á setningarhátíðinni þegar eldurinn sveif upp í loftið fyrir neðan risastóran loftbelg og það er endurtekið á hverju kvöldi þegar það dimmir. Eldurinn er staðsettur í Tuileries garðinum við hið heimsfræga Louvre safn í miðborg Parísar. Engar grillaðar dúfur Það muna kannski sumir eftir því þegar dúfurnar grilluðust þegar Ólympíueldurinn var kveiktur á leikunum í Seoul 1988 en það er enginn hætta á slíku núna. Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun ekki eldur. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Ólympíueldurinn er ekki eldur. LED ljós og úðakerfi sem sprautar vatni úr öllum áttum er hannað þannig að það lítur út fyrir að þarna sé eldur að brenna. Umhverfisvænt Vatnssprauturnar eru um tvö hundruð talsins og ljósin fjörutíu talsins. Skipuleggjendur leikanna segjast hafa farið þessa leið að umhverfisvænum ástæðum. Það breytir ekki því að þetta kemur mjög vel og það er stór stund á hverju kvöldi þegar eldurinn svífur upp í loftið við sólarlag. View this post on Instagram A post shared by SORTIRAPARIS 🇬🇧🇺🇸 (@sortiraparis.uk)
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Ljóst hverjir mætast í Super Bowl eftir snjóbyl og spennu Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Dagskráin: Stólarnir mæta til Keflavíkur og Extra-þáttur strax á eftir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar Sjá meira