Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 08:00 Marie-Jose Perec og Teddy Riner kveiktu Ólympíueldinn sem var samt enginn eldur eftir allt saman. Getty/Carl Recine Það er margt öðruvísi en við erum vön á þessum sumarólympíuleikum. París hefur farið nýjar leiðir á mörgum sviðum og lagt ofurkapp á það að gera þessa leika að umhverfisvænum og hagkvæmum Ólympíuleikum. Meðal þess sem er sérstakt við þessa leika er Ólympíueldurinn sem er kveiktur við upphaf leikanna og slökktur við lok þeirra. Ekki á Ólympíuleikvanginum Ólympíueldurinn er vanalega hluti af Ólympíuleikvanginum en þar sem setningarhátíðin fór fram á Signu í þessum leikum þá var hann ekki þar. Það þurfti því að hugsa út fyrir kassann þegar kom að sjálfum Ólympíueldinum. Það var stór stund á setningarhátíðinni þegar eldurinn sveif upp í loftið fyrir neðan risastóran loftbelg og það er endurtekið á hverju kvöldi þegar það dimmir. Eldurinn er staðsettur í Tuileries garðinum við hið heimsfræga Louvre safn í miðborg Parísar. Engar grillaðar dúfur Það muna kannski sumir eftir því þegar dúfurnar grilluðust þegar Ólympíueldurinn var kveiktur á leikunum í Seoul 1988 en það er enginn hætta á slíku núna. Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun ekki eldur. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Ólympíueldurinn er ekki eldur. LED ljós og úðakerfi sem sprautar vatni úr öllum áttum er hannað þannig að það lítur út fyrir að þarna sé eldur að brenna. Umhverfisvænt Vatnssprauturnar eru um tvö hundruð talsins og ljósin fjörutíu talsins. Skipuleggjendur leikanna segjast hafa farið þessa leið að umhverfisvænum ástæðum. Það breytir ekki því að þetta kemur mjög vel og það er stór stund á hverju kvöldi þegar eldurinn svífur upp í loftið við sólarlag. View this post on Instagram A post shared by SORTIRAPARIS 🇬🇧🇺🇸 (@sortiraparis.uk) Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Sjá meira
Meðal þess sem er sérstakt við þessa leika er Ólympíueldurinn sem er kveiktur við upphaf leikanna og slökktur við lok þeirra. Ekki á Ólympíuleikvanginum Ólympíueldurinn er vanalega hluti af Ólympíuleikvanginum en þar sem setningarhátíðin fór fram á Signu í þessum leikum þá var hann ekki þar. Það þurfti því að hugsa út fyrir kassann þegar kom að sjálfum Ólympíueldinum. Það var stór stund á setningarhátíðinni þegar eldurinn sveif upp í loftið fyrir neðan risastóran loftbelg og það er endurtekið á hverju kvöldi þegar það dimmir. Eldurinn er staðsettur í Tuileries garðinum við hið heimsfræga Louvre safn í miðborg Parísar. Engar grillaðar dúfur Það muna kannski sumir eftir því þegar dúfurnar grilluðust þegar Ólympíueldurinn var kveiktur á leikunum í Seoul 1988 en það er enginn hætta á slíku núna. Enginn getur brennt sig á Ólympíueldinum í París af þeirri einföldu ástæðu að hann er í raun ekki eldur. Þetta er líka í fyrsta sinn sem Ólympíueldurinn er ekki eldur. LED ljós og úðakerfi sem sprautar vatni úr öllum áttum er hannað þannig að það lítur út fyrir að þarna sé eldur að brenna. Umhverfisvænt Vatnssprauturnar eru um tvö hundruð talsins og ljósin fjörutíu talsins. Skipuleggjendur leikanna segjast hafa farið þessa leið að umhverfisvænum ástæðum. Það breytir ekki því að þetta kemur mjög vel og það er stór stund á hverju kvöldi þegar eldurinn svífur upp í loftið við sólarlag. View this post on Instagram A post shared by SORTIRAPARIS 🇬🇧🇺🇸 (@sortiraparis.uk)
Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum