Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2024 12:36 Milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og fjöldi verið myrtur. Þá eru sveitir RSF sakaðar um að beita nauðgunum sem vopni. epa Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu. Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu.
Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira