Mahomes með skýr skilaboð: „Tími til að spila betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júlí 2024 07:01 Mahomes hefur fjórum sinnum spilað til úrslita í NFL og þrívegis farið með sigur af hólmi. Jamie Squire/Getty Images Patrick Mahomes, leikstjórnandi NFL-meistara Kansas City Chiefs hefur sent liðsfélögum sínum í sóknarlínu Chiefs skýr skilaboð fyrir komandi tímabil. Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur. NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Sjá meira
Kansas City Chiefs hefur undanfarið tvö ár staðið uppi sem sigurvegari NFL-deildarinnar eftir frækna sigra í Ofurskálinni, úrslitaleik deildarinnar. Í sumar snerist allt um Travis Kelce, og kærustu hans Taylor Swift. Kelce var samningslaus en ákvað á endanum að framlengja við Chiefs og setja stefnuna á þriðja meistaratitilinn í röð. Kelce og Mahomes eru reynsluboltar liðsins, því má áætla að pressan sé mest á þeirra herðum á komandi tímabili. Mahomes ákvað því að tvínóna ekki við hlutina og koma sér beint að efninu þegar leikmenn liðsins sneru aftur til æfinga. „Tími til kominn til að verða betri. Þó svo við höfum sigrað í Ofurskálinni á síðustu leiktíð þá leið mér aldrei eins og við höfum spilað okkar besta leik, sérstaklega sóknarlega,“ sagði Mahomes sem er á leið inn í sitt áttunda tímabil í deildinni, öll í búningi Chiefs. It's time for Patrick Mahomes and the Chiefs to begin the trek up the NFL mountain again in a quest for an historic three-peat.Kansas City's star QB has thrown down the proverbial gauntlet to himself — and his teammates.✍️ @ByNateTaylorhttps://t.co/XmYihlgAOi pic.twitter.com/lYcgvlyXh5— The Athletic (@TheAthletic) July 17, 2024 Mahomes vill að Chiefs verði það lið sem fái áhorfendur á fæti og eigi hverja stórbrotnu sóknina á fætur annarri. „Auðvitað var endir síðasta tímabils magnaður en ég held að mörgum okkar hafi fundist eins og við höfum ekki spilað fótboltann sem við viljum spila. Sóknarleikurinn var ekki nægilega skemmtilegur. Við erum að mestu með sama kjarna og ég veit hvernig þeim líður,“ sagði Mahomes að endingu. Ladies & gentlemen, WE’RE SO BACK. pic.twitter.com/V9CGKe1O0i— Kansas City Chiefs (@Chiefs) July 16, 2024 Það fer ekki á milli mála að vörn Chiefs vann titilinn á síðustu leiktíð en það er erfitt að kenna Mahomes um það. Hlauparar liðsins hlupu annað hvort rangar leiðir eða misstu sendingarnar frá Mahomes. Alls misstu hlauparar liðsins 25 sendingar sem þeir hefðu að öllum líkindum átt að grípa, fara þarf aftur til ársins 2012 til að finna lið sem missti fleiri bolta. Fari svo að Chiefs takist að laga sóknarleikinn hjá sér má reikna með að Mahomes, Kelce og félagar fari langt ef ekki alla leið í vetur.
NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Svarar því af hverju valdatíð Alonso hjá Real endaði svo snögglega Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Sjá meira