„Fótboltinn er grimmur og oft ósanngjarn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. júní 2024 09:30 Pálmi verður líklega í brúnni hjá KR út tímabilið. vísir/arnar Pálmi Rafn Pálmason mun stýra KR á laugardaginn gegn Víkingum í Bestudeild karla. Greg Ryder var sagt upp störfum í fyrrakvöld. Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið situr nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig, fjórum stigum frá fallsæti. KR-ingar sögðu upp þjálfara liðsins í gærkvöldi eins og fram kom í yfirlýsingu félagsins í gær. „Þetta eru svona blendnar tilfinningar. Ég er að kveðja mjög góðan félaga og bara ömurlegt að þetta sé staðan. Fótboltinn er grimmur og oft ósanngjarn. Það er fyrst og fremst leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona,“ segir Pálmi í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er sennilega stærsta starfið á landinu, alveg sama í hvaða stöðu þessi klúbbur er. Ég geri mér alveg grein fyrir að það er virkilega erfitt að vera þjálfari þessa liðs. Það er mikill heiður fyrir mig að mér sé treyst fyrir að koma hérna inn,“ segir Pálmi. En hvað þarf að laga í spilamennsku KR? „Við þurfum að þétta varnarleikinn okkar. Það er eitthvað sem við þurfum að reyna gera. Það má náttúrulega benda á að ég hef verið hluti af þessu vandamáli og ekki eins og ég sé saklaus af þessu öllu saman. Ég hef bara áfram verk að vinna að reyna finna lausn á þessu og ég vona að ég nái að snúa mínum leikmönnum í rétta átt og að við séum allir að fara í sömu átt og upp á við.“ Í gær kom fram að Pálmi myndi að öllum líkindum stýra KR út tímabilið. „Ég frétti af þessu seint í gærkvöldi og ákvað að taka þennan leik á laugardaginn. Vonandi gerum við það mjög vel og svo verðum við eiginlega að setjast niður eftir hann og sjá til. En talandi um þetta starf, þá er rosalega erfitt að segja nei við KR.“ Besta deild karla KR Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Ryder tók við KR fyrir tímabilið en liðið situr nú í 8. sæti deildarinnar með 11 stig, fjórum stigum frá fallsæti. KR-ingar sögðu upp þjálfara liðsins í gærkvöldi eins og fram kom í yfirlýsingu félagsins í gær. „Þetta eru svona blendnar tilfinningar. Ég er að kveðja mjög góðan félaga og bara ömurlegt að þetta sé staðan. Fótboltinn er grimmur og oft ósanngjarn. Það er fyrst og fremst leiðinlegt að þetta þyrfti að fara svona,“ segir Pálmi í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta er sennilega stærsta starfið á landinu, alveg sama í hvaða stöðu þessi klúbbur er. Ég geri mér alveg grein fyrir að það er virkilega erfitt að vera þjálfari þessa liðs. Það er mikill heiður fyrir mig að mér sé treyst fyrir að koma hérna inn,“ segir Pálmi. En hvað þarf að laga í spilamennsku KR? „Við þurfum að þétta varnarleikinn okkar. Það er eitthvað sem við þurfum að reyna gera. Það má náttúrulega benda á að ég hef verið hluti af þessu vandamáli og ekki eins og ég sé saklaus af þessu öllu saman. Ég hef bara áfram verk að vinna að reyna finna lausn á þessu og ég vona að ég nái að snúa mínum leikmönnum í rétta átt og að við séum allir að fara í sömu átt og upp á við.“ Í gær kom fram að Pálmi myndi að öllum líkindum stýra KR út tímabilið. „Ég frétti af þessu seint í gærkvöldi og ákvað að taka þennan leik á laugardaginn. Vonandi gerum við það mjög vel og svo verðum við eiginlega að setjast niður eftir hann og sjá til. En talandi um þetta starf, þá er rosalega erfitt að segja nei við KR.“
Besta deild karla KR Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira