„Litla Edda öskrar inn í mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 08:31 Guðlaug Edda Hannesdóttir afrekaði það sem engin íslensk þríþrautarkona eða þríþrautarkarl hafa náð. @eddahannesd Íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir mun skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu á Ólympíuleikunum í París í sumar. Það var staðfest í gær þegar hún varð fyrsta íslenska konan sem tryggir sér farseðil á leikana í ár. Með því verður hún jafnframt fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda skrifaði um afrekið sitt á samfélagsmiðlum sínum en hún var þá í miðju þrjátíu klukkutíma ferðalagi frá Japan heim til Íslands. Fimm vikur í Asíu Edda tryggði sér Ólympíufarseðilinn með því að ná verðlaunasæti á þremur þríþrautarmótum í Asíu. Hún vann gull í Nepal, silfur á Filippseyjum og brons í Japan. Þrjár keppnir á fimm vikum og ferðalag um út um alla Asíu. „Svo ánægð en líka mjög þreytt. Nú er tími til að drífa sig heim og ná endurheimt,“ skrifaði Guðlaug Edda eftir mótið um helgina. Þá leit allt mjög vel út með Ólympíusætið og sætið var síðan staðfest í gær. Saga hennar er líka endurkomusaga og saga um íþróttakonu sem lét mikið mótlæti ekki eyðileggja drauminn. Hún glímdi lengi við mjög erfið mjaðmarmeiðsli en hefur átt magnaða endurkomu á þessu tímabili. Fyrsti Íslendingurinn Það var líka dramatísk færsla hjá okkar konu þegar Ólympíusætið var í höfn. „Þetta er staðfest. Ég var að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þessi orð. Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á leikana í þríþraut,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég svo tilfinningasöm núna og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Litla Edda öskrar inn í mér af því að þetta getur ekki verið að gerast,“ skrifaði Edda. „Aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tímann hættu að trúa á sjálfan þig. Sjáumst í París 31. júlí,“ skrifaði Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Sjá meira
Það var staðfest í gær þegar hún varð fyrsta íslenska konan sem tryggir sér farseðil á leikana í ár. Með því verður hún jafnframt fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikum. Guðlaug Edda skrifaði um afrekið sitt á samfélagsmiðlum sínum en hún var þá í miðju þrjátíu klukkutíma ferðalagi frá Japan heim til Íslands. Fimm vikur í Asíu Edda tryggði sér Ólympíufarseðilinn með því að ná verðlaunasæti á þremur þríþrautarmótum í Asíu. Hún vann gull í Nepal, silfur á Filippseyjum og brons í Japan. Þrjár keppnir á fimm vikum og ferðalag um út um alla Asíu. „Svo ánægð en líka mjög þreytt. Nú er tími til að drífa sig heim og ná endurheimt,“ skrifaði Guðlaug Edda eftir mótið um helgina. Þá leit allt mjög vel út með Ólympíusætið og sætið var síðan staðfest í gær. Saga hennar er líka endurkomusaga og saga um íþróttakonu sem lét mikið mótlæti ekki eyðileggja drauminn. Hún glímdi lengi við mjög erfið mjaðmarmeiðsli en hefur átt magnaða endurkomu á þessu tímabili. Fyrsti Íslendingurinn Það var líka dramatísk færsla hjá okkar konu þegar Ólympíusætið var í höfn. „Þetta er staðfest. Ég var að tryggja mér sæti á Ólympíuleikunum. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa þessi orð. Fyrsti Íslendingurinn til að komast inn á leikana í þríþraut,“ skrifaði Guðlaug Edda. „Ég svo tilfinningasöm núna og veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Litla Edda öskrar inn í mér af því að þetta getur ekki verið að gerast,“ skrifaði Edda. „Aldrei, aldrei, aldrei nokkurn tímann hættu að trúa á sjálfan þig. Sjáumst í París 31. júlí,“ skrifaði Edda. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Starf Amorims öruggt Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Sjá meira