Sport

Littler vann úr­vals­deildina í pílu í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke Littler með bikarinn sem hann fékk fyrir sigurinn í úrvalsdeildinni í kvöld.
Luke Littler með bikarinn sem hann fékk fyrir sigurinn í úrvalsdeildinni í kvöld. Getty/Justin Setterfield

Hinn sautján ára gamli Luke Littler tryggði sér sigur í úrvalsdeildinni í pílu í kvöld.

Littler spratt fram á sjónarsviðið á heimsmeistaramótinu í desember en varð þá að sætta sig við silfur eftir tap fyrir Luke Humphries í úrslitaleik.

Að þessu sinni mættust þeir aftur í úrslitaleik úrvalsdeildarinnar og nú hafði Littler betur 11-7.

Þetta er fyrsti stóri titill Littler en hann fær 275 þúsund pund fyrir sigurinn eða tæpar 49 milljónir íslenskra króna.

„Það er eitt sem ég verð að segja til allra þeirra sem efuðust um mig. Halló, ég var að vinna þennan. Þið getið ekki efast um mig lengur,“ sagði Littler eftir að sigurinn var í höfn.

„Það var svo gaman að vinna fyrir framan fjölskyldu mína, kærustuna og umboðsmanninn minn. Ég veit ekki hvað ég að gera núna,“ sagði Littler.

Littler var með 105,6 í meðalskor í úrslitaleiknum en Humphries með 102,47.

Littler vann 10-5 sigur á Michael Smith í undanúrslitaleiknum en Humphries vann þá 10-5 sigur á Michael van Gerwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×