Sport

Lárus segist ekki hafa séð verri frammi­stöðu í sumar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lárus var ekki sáttur með Fylkismenn í fyrri hálfleiknum gegn KA.
Lárus var ekki sáttur með Fylkismenn í fyrri hálfleiknum gegn KA.

KA-menn unnu góðan sigur á Fylki í Bestu deild karla á mánudaginn og náði liðið í leiðinni í sinn fyrsta sigur á tímabilinu. Leikurinn fór 4-2 en Fylkir er á botni deildarinnar með eitt stig eftir sjö umferðir.

KA er í 11. sætinu með fimm stig.

Í leiknum lenti Fylkir 3-0 undir og lék liðið sérstaklega illa í fyrri hálfleik.

„Þessi fyrri hálfleikur hjá Fylki er sennilega það lélegasta sem ég hef séð frá liði það sem af er tímabilsins,“ segir Lárus Orri Sigurðsson sérfræðingur í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann segir að KA-menn hafi einfaldlega labbað í gegnum vörn Fylkis trekk í trekk.

„Ég held að stærsta vandamálið hjá Fylki hafi verið það í rauninni að þeir voru óöryggir með leikkerfið sem þeir voru að spila,“ segir Lárus sem bendir einnig á að Fylkisliðið hafi spilað umtalsvert betur gegn KA í síðari hálfleiknum.

Klippa: Lárus segist ekki hafa séð verri frammistöðu í sumar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×